Gylfi Sigurðsson gengur til liðs við STATE

Ljósmynd/STATE

Gylfi Sigurðsson knattspyrnumaður, sem leikur með Everton og íslenska landsliðinu, hefur gert fjögurra og hálfs árs samning við STATE Energy, danskt drykkjarvörufyrirtæki sem er meðal annars í eigu knattspyrnumannsins Christians Eriksens og tenniskonunnar Caroline Wozniacki.

STATE sem var stofnað árið 2014 framleiðir drykki sem eru þróaðir af íþrótta- og næringarfræðingum og fremsta íþróttafólki heims. Gylfi bætist í hóp fjölmargs heimsþekkts íþróttafólks sem nú þegar vinnur með fyrirtækinu.

„Ég er stoltur af því að vera orðinn hluti af STATE-liðinu. STATE-drykkirnir eru hannaðir af afreksíþróttafólki og öðrum sérfræðingum. Þeir hafa minni áhrif á blóðsykur en venjulegir sykraðir orkudrykkir og hjálpa þannig íþróttafólki og öðrum að ná hámarksárangri. Ég hlakka til að taka þátt í að kynna þessa frábæru drykki fyrir Íslendingum,“ segir Gylfi Þór í yfirlýsingu.

Ljósmynd/STATE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert