Reglurnar sem tiltektarsérfræðingarnir fara eftir

Ertu með öll atriðin á hreinu hvað þrif varðar.
Ertu með öll atriðin á hreinu hvað þrif varðar. mbl.is/Kim Lucian

Tiltektardagar eru ekki uppáhaldsdagar vikunnar, en við getum auðveldað okkur lífið heilmikið með því að fylgja örfáum reglum. Hér eru þrjár tillögur að betri tiltektardögum fyrir utan að hækka í tónlistinni á meðan þú þrífur.

Stærri fletir

Byrjaðu á öllum stærri flötum, þá kommóðum, eldhúsborðinu, gluggakistum og skrifborði; þeim yfirborðsflötum þar sem hlutir flæða oft út um allt og við vitum í raun ekki hvað við eigum að gera við þá. Staðreyndin er sú að það skapast ringulreið í amstri dagsins og hlutir eiga það til að enda á vitlausum stöðum. Finnum þessum hlutum pláss. 

Mitt og þitt

Í samböndum er mikilvægt að virða „mitt og þitt“. Spurðu maka þinn hvort þú megir „ráðskast“ með dót hans/hennar eða hvort hann/hún ætli að ganga frá því sjálf/ur. Hér getur verið átt við ýmsa pappíra, vinnuskjöl eða annað sem viðkomandi hefur dreift úr á eldhúsborðinu eða inni í svefnherbergi.

Flokkaðu

Komdu skipulagi á hlutina. Margir eiga það til að dreifa sömu hlutunum víða um heimilið þótt einn staður sé nóg. Til dæmis er óþarfi að vera með handklæði á mörgum stöðum þó að fleiri en eitt baðherbergi sé að finna á heimilinu. Það verður allt miklu auðveldara þegar hlutirnir eiga sinn fasta stað.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert