Drykkjartrendið sem er að gera allt vitlaust

#dirtysoda er það heitasta um þessar mundir en hvað í ósköpunum er það?

Um er að ræða úrfærslu á drykk sem á rætur sínar að rekja til Utah í Bandaríkjunum. Þá eru klakar settir í glas, síðan gosdrykkur, því næst bragðbætt síróp, mögulega ávextir og síðan rjómi eða gervirjómi sem er bragðbættur.

Þetta kann að hljóma galið en er í reynd rosalega bragðgott að sögn þeirra sem til þekkja. TikTok fór svo á hliðina þegar að bandaríska söngkonan Olivia Rodrigo birti mynd af sér á Instagram með slíkan drykk. Rodrigo hefur dvalið langdvölum í Utah við tökur á High School Musical og öðru Disney efni frá unga aldri og því er hún ákafur aðdáandi drykkjarins.

Síðan myndin birtist og fór að trenda á TikTok eru allir og amma þeirra farnir að sulla saman ofangreindum hráefnum með misjöfnum árangri. Þannig að ef að krakkarnir ykkar eru með furðulega tilburði við blandarann þá er þetta ástæðan.

View this post on Instagram

A post shared by Swig (@swigdrinks)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert