Fyrir grænkera

Vetrarsúpa sem fegrar

14.11. Falleg og meinholl grasker fást nú víða í verslunum og því tilvalið að smella í góða graskerssúpu. Graskerið er trefjaríkt og því gott fyrir meltinguna auk þess sem það ku hafa jákvæð áhrif á hár og neglur. Meira »

Salatið sem vinkonurnar væla yfir

13.11. Vinkonur mínar komu í mat fyrir skemmstu og höfðu sérstaklega orð á því hvað þetta salat væri gott og báðu um uppskrift svo hér kemur hún. Meira »

Hrísgrjónanúðlur með hnetusmjörsósu

7.11. Núðlur standa ávallt fyrir sínu enda herramannsmatur og hræódýrar. Það má því segja að þetta sé sannkallaður námsmannaréttur því hann er með hnetusmjörsósu sem margir hreinlega elska. Meira »

Girnilegasta grænmetislasagna allra tíma

25.10. Það er fáránlega auðvelt og bragðgott og ekki spillir fyrir að það er talsvert hollt enda vita allir að spínat gerir okkur bara gott. Í uppskriftinni er upprunalega kveðið á um frosið spínat en þar sem við höfum töluvert góðan aðgang að fersku spínati mælum við að sjálfsögðu með því. Osturinn er svo lykilatriði hér og frekar að vera rífleg en hitt. Meira »

Brjálæðislega góð morgunverðarstykki

22.10. Ég bakaði þessar elskur í vikunni og sé ekki eftir því. Berjastykkin hafa bæði leikið hlutverk morgunverðar og eftirréttar með miklum sóma. Meira »

Djúsí borgari frá Júlíu

1.10. „Um daginn fékk ég svo svakalega löngun í burger og kokteilsósu að ég ákvað ég að gera smá tilraun og bjó til holla „kokteilsósu“. Ég verð bara að segja að ég varð sko ekki svikin! Fyrir bestu útkomuna reynið að velja breið og flott eggaldin! Hann er sannarlega rausnarlegur og eitthvað sem allir sælkerar kunna vel að meta.“ Meira »

Mánudagsfiskur og hollráð Guðbjargar

4.9. Nú þegar margir eru að reyna að koma sér í hollara lífsmynstur eftir sukksumar er gott að hlera ofurkropp eins og Guðbjörgu Finnsóttur um hvað skuli hafa í huga. Meira »

Bleika orkubomban gegn járnskorti

28.8. Járnskortur er algengur í nútímaþjóðfélagi og getur lýst sér í orkuleysi, þreytu, sífelldum höfuðverkjum, minnkaðri kynhvöt, örum hjartslætti og stuttum andardrætti. Meira »

Papríku- og tómatsúpa Frú Laugu

23.8. „Þegar við kíkjum í ísskápinn okkar og finnst „ekkert“ vera til höfum við yfirleitt rangt fyrir okkur. Það getur verið sniðugt að taka hreinlega flest ferskmeti úr ísskápnum og fara að föndra úr því dýrindis máltíð.“ Meira »

Svona gerir þú holla útgáfu af Starbuck's frappucchino

11.8. Ófáir gúmmelaðiunnendur elska mokka-ískaffið sem selt er á kaffihúsakeðjunni Starbuck's. Við komumst yfir skemmtilegt myndband þar sem Adriana Harlan kennir hvernig hægt er að útbúa þennan guðdómlega drykk án þess að hann sé stútfullur af óhollustu. Meira »

Magnaður þreytu og þrotabani

8.8. Margir eru eflaust örlítið þrútnir og þreyttir í dag eftir skemmtanahald helgarinnar. Þar að auki eru margir að snúa aftur til vinnu í dag eftir frí, flestir leikskólar eru enn í fríi og almenn þreyta gengur yfirlandið með tilheyrandi súkkulaðiþörf og leti. Meira »

Grillveisla að hætti Júlíu heilsumarkþjálfa

27.7. Það er fátt meira viðeigandi á sumrin en að grilla góðan mat og helst slá upp veislu eða almennilegu matarboði eins oft og kostur er. Oftar en ekki tengja menn helst kjötmeti við grill en matgæðingar vita að það er fátt betra en grillað grænmeti. Meira »

Tortillur með heslihnetusúkkulaði á grillið

1.7. „Ég elska allt með dökku súkkulaðismjöri! Ég dýfi berjum í það, smyr á brauð, set á pönnukökur og í múffur. Þetta er sérstakleg gott fyrir samviskuna þar sem í þessari dökku dásemd er ekki pálmaolía sem er í flestum öðrum súkkulaðismyrjum, súkkulaðið er lífrænt, glúteinlaust og án aukaefna og því leyfi ég mér að stelast af og til í krukkuna með góðri samvisku,“ segir Linda Björk Ingimarsdóttir, matgæðingur Matarvefjarins. Hér deilir hún með okkur fljótlegri uppskirft sem hentar vel á grillið. Meira »

Þegar börnin gerast grænmetisætur

2.6. Þrjár dætur sem borða bara grænmeti. Það var veruleikinn sem heimilisfaðirinn og ástríðukokkurinn Jón Yngvi Jóhannsson stóð frammi fyrir þegar yngri dætur hans tvær ákváðu að feta í fótspor eldri systur sinnar og gerast grænmetisætur. Meira »

Lífsbreytandi uppskrift Lenu Dunham

19.5. Þetta súkkulaði-kasjúsmjör minnir á Nutella en fer mun betur með kroppinn. Lena Dunham tók mataræðið í gegn.  Meira »

Sætkartöflusúpa – 7 innihaldsefni

16.5. Þessi súpa er einföld, ódýr og holl! Hana má vel frysta og nýta sem nesti í nokkra daga.   Meira »

Salsað sem fólk talar um

11.9. Matarvefurinn vinnur nú hörðum höndum að því að taka út hvern einasta stað í Mathöllinni skemmtilegu. Við vorum sérstaklega hrifin af Kröst en þar er þetta guðdómlega salsa borið fram með nánast öllu. Meira »

Linsu- og grænmetissúpa Ebbu

30.8. Þessi holla og góða súpuuppskrift er frá Ebbu Guðný Guðmundsdóttir sjónvarpskokk og sjarmabombu.   Meira »

Möndlusmjörkúlur sem kæta kroppinn

27.8. Þessar kúlur eru alveg hreint frábærlega góðar og orkumiklar. Henta vel til að eiga í frystinum og bjóða með kaffinu, sem nasl í gönguferð eða handa litlum fingrum. Meira »

Brauðið sem einkaþjálfarinn vill að þú borðir

16.8. Gunnar Már Kamban, einkaþjálfari og eigandi habs.is, deilir hér með okkur einfaldri og ákaflega hollri uppskrift að mjöllausu hrökkbrauði sem tilvalið er að eiga til að grípa í. Meira »

Truflaður súkkulaðisjeik

10.8. Þetta er ótrúlega góður gúmmelaði sjeik sem má nánast borða í morgunmat en þá kannski borgar sig að sleppa sósunni.  Meira »

Epla- og pekanpæja á grillið

2.8. Hver vissi að lífið gæti verið svona einfalt? Einstaklega fljótleg og góð eplakrumbla í hollari kantinum sem vel má skella á grillið. Gott er að bjóða upp á ís eða rjóma með og það má jafnvel bæta við súkkulaðirúsínu. Meira »

Sumarsalat með jarðarberjadressingu

18.7. „Salöt eru svo sannarlega ómissandi á sumrin í sól og blíðu, sem meðlæti eða aðalréttir,“ segir Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Lifðu til fulls. Þessi uppskrift er tilvalin í sumar, létt, sæt og fljótleg. Meira »

Grillborgari með halloumi

19.6. Halloumi er góður á alla hamborgara þótt uppskriftin sem hér er gefin sé að grænmetisborgara. Skiptið út ykkar hefðbundnu ostsneið fyrir þykka sneið af halloumi og hann verður ekki minna safaríkur. Meira »

Sturlað góðar núðlur Halldórs

31.5. Halldór, matreiðslumaður á Heilsustofnuninni Hveragerði, ber ábyrgð á guðdómlegum matnum þar á bæ. Það er iðulega þétt setið í matsalnum og fjöldi fólks kemur keyrandi úr hverfinu eða hreinlega úr nærliggjandi sveitum og Reykjavík til að borða matinn hans Halldórs. Meira »

Morgunverður sem hægir á öldrun

17.5. „Acai-berin eru eitt af mínu uppáhalds-súperfæði. Berin vaxa víða í Brasilíu og eru stútfull af andoxunarefnum sem eru góð fyrir húðina og ónæmiskerfið. Berin eru sérstaklega þekkt fyrir að stuðla að þyngdartapi sem og getu líkamans til að viðhalda heilbrigðri þyngd. Ekki sakar að berin eru einnig talin geta hægt á öldrunarferli líkamans! Meira »

Sumarsalat heilsuhjúkkunnar

14.5. „Ég er ofboðslega „season-all“ í matargerð. Á haustin er ég sjúk í súpur og á vorin er ég tjúlluð í salöt! Og þá meina ég alls konar og oft óhefðbundin salöt – en salötin þurfa að líta vel út og helst vera sem litríkust. Við mæðgurnar erum duglegar að prófa okkur áfram í alls kyns útfærslum og erum stundum að taka „salat-challenges“ saman þannig að úr verður skemmtileg salatveisla oft í marga daga í röð með ólíkum salötum. Meira »