Fyrir grænkera

Brjálaðar brúnkur að hætti Sollu og Hildar

19.3. „Sesamkeimurinn blandast ríkulegu súkkulaðibragðinu sérlega vel. Og þegar við bítum í kökurnar er áferðin svona örlítið klístruð og seig en á sama tíma mjúk og dásamleg. Mmm... og stökkar ristaðar heslihnetur,“ segja Sólveig Eiríksdóttir eða Solla á Gló og Hildur dóttir hennar í nýrri færslu á bloggsíðu sinni. Meira »

Ótrúlega einföld og ljúffeng súpa

14.3. Sunnudagsblaðið kíkti á japanska tehúsið Kumiko út á Granda og fékk þessa ljúfu uppskrift.  Meira »

Ljúffeng linsubaunasúpa úr afgangsgrænmeti

28.2. „Linsubaunir eru æðislegt hráefni. Það er hægt að nýta þær í allskonar gómsæta rétti og þær eru stútfullar af næringu. Þegar ég gerðist vegan var linsubaunasúpa eitt af því fyrsta sem ég lærði að elda. Meira »

Fáránlega auðvelt grænmetislasagna

21.2. Lasagna er uppáhald ansi margra og er eitt af því sem er erfitt að klúðra. Uppskriftirnar eru samt misjafnar eins og þær eru margar og tilbrigðin ansi fjölbreytileg oft og tíðum. Grænmetislasagna er alltaf æðislegt og hér er ein skotheld uppskrift sem við mælum hiklaust með. Meira »

Djúsí heimagerð samloka að hætti Mæðgnanna

18.2. Mæðgurnar Solla og Hildur slá enn á ný í gegn og nú er það tryllt djúsí samloka sem kætir sál og kropp. Samlokan er dálítið púsl en vel þess virði. Smelltu hér til að sjá hvernig þær mæðgur útbúa sitt eigið vegan-majónes. Meira »

Kínóa-skál með bökuðu grænmeti og hnetusósu

15.2. Hollt og matarmikið kínóa-salat frá Eldhúsperlum.com er tilvalin kvöldverður eða meðlæti. Salatið má svo vel borða kalt daginn eftir eða setja í vefjur. Meira »

Huggulegur kús-kús réttur með karrý og möndlum

7.2. „Þessi einfaldi réttur er mjög einfaldur, ódýr og næringarmikill. Rétturinn fer vel í maga og hörðustu kjötáhugamenn hafa beðið um uppskriftina af því," segir Linda Björk Ingimarsdóttir mararbloggari um sitt nýjasta framlag til matarvefs mbl.is. Meira »

Magnaður morgunverður á mínútum

1.2. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér. Stundum geri ég hana þykka svo úr verður grautur sem ég gríp með mér í krukku eða borða heima. Ef ég vil frekar hafa hana í drykkjarformi bæti ég við einum bolla af vatni og set gleðina á flösku og tek með mér í vinnuna sem næringarríkt millimál. Meira »

Laugardagsbaksturinn er pönnukökur

28.1. „Þegar við systur gerðumst vegan datt okkur alls ekki í hug að það yrði jafnauðvelt að baka og áður. Við vorum í smá tíma fastar í því að það að sleppum eggjum, mjólk og smjöri myndi alveg útiloka það að gera góðar kökur og annars konar bakkelsi. Meira »

Sykurlaus morgunverður og áskorun

26.1. Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi elskar að prufa sig áfram í eldhúsinu en hún lauk nýverið við námskeið í hráfæði og er uppfull af ferskum og hollum hugmyndum. Júlía stendur fyrir 14 daga sykurlausri áskorun sem hefst 30. janúar. Meira »

Nútímapungar - frábært millimál

23.1. Fyrir þá sem eru ekki alveg að ráða við hrútspungaátið – eða sneiða hjá kjötvörum – er tilvalið að bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi á þorrablótinu. Meira »

Vegan-steik og bernaise-sósa

22.1. Þessi uppskrift er smá púsl en það getur verið svo notalegt að dúlla sér í eldhúsinu á meðan veturinn hamast á glugganum. Gott rauðvínsglas og jazz í græjunum er ekki verra. Meira »

Guðdómlegur rauðrófuhummus

20.1. „Rauðrófur eru allra meina bót, þær eru til dæmis stútfullar af járni, fólínsýru, magnesíum og kalíum ásamt A-, B6- og C-vítamínum,“ segir Linda en hún er mikill aðdáandi hummusar. Meira »

Kókós­hnetu- og avóka­dóskúffukaka

17.1. Avókadó-æðið sem geisað hefur síðastliðin ár lifir enn góðu lífi. Hér kemur uppskrift að gómsætri skúffuköku en uppskriftin er frá vefsíðunni raiasrecipes.com. Raia, uppskriftasmiður síðunnar, er fimm barna móðir sem elskar Jesús og súkkulaði. Á vefsíðu Raiu er að finna gott safn uppskrifta meðal annars að eftirréttum í hollari kantinum. Meira »

Meinholl og ódýr gulrótar- og rófusúpa

16.1. Á vef Íslenskra Grænmetisbænda er að finna gott uppskriftarsafn sem ég leita gjarnan í ef ég á grænmeti sem ég vil koma í not. Þessa súpu fann ég þar en hún er bráðholl, einföld og ódýr. Uppskriftin er frá Nönnu Rögnvaldar sem er snillingur í notalegum vetrarmat. Súpuna borðaði ég með fersku kóríander og smá sýrðum rjóma. Ég setti líka aukalega af engifer til að losa um kvefpúkann. Meira »

Saltkaramellubombur í hollari kantinum

12.1. Linda Björk matargúrúið okkar góða fer hér hamförum í að búa til heilnæmt góðgæti sem seður sykurpúkann en veitir einnig góða orku og næringu. Meira »

Fimm hiteinga núðlur Alberts

11.1. Kelp er þarategund, eins konar grænmeti úr sjó, sem inniheldur mikið af joði, kalíum, járni og kalki. Í 100 g af kelp eru aðeins FIMM HITAEININGAR og eitt gramm af kolvetnum. Meira »

Guðdómlegt eldhús og girnileg súpa

9.2. Guðbjörg Finnsdóttir er einn öflugasti líkamsræktarkennari landsins. Hún íþróttakennari að mennt og á og rekur líkamsræktarstöðina G fit í Garðabæ þar sem hún býr og galdrar gjarnan fram guðdómlega holla rétti í einstaklega fallegu eldhúsi. Meira »

Einföld og afskaplega góð vetrarsúpa

5.2. Bergrún Mist er mætt enn á ný og nú er það ofureinföld og ofboðslega góð sætkartöflusúpa. Bergrún er vegan og notar því engar dýraafurðir en það má vel setja vegan-sýrðan rjóma eða jógúrt með til hliðar fyrir þá sem vilja kremaðri súpu. Meira »

Svaðaleg ítölsk grænmetis-veisla

31.1. Jafnvel hörðustu kjötætur munu falla í yfirlið yfir þessari veislu. Ég veit allt um það því pabbi minn borðar mat sem eldaður er eftir uppskriftum frá Bergrúnu hinni stórkostlegu. Meira »

Vegan eplabaka með saltkaramellusósu

27.1. Matarvefurinn hefur sannreynt þessa uppskrift og hún er afskaplega góð. Sérstaklega með þeyttum kókosrjóma en kókosrjóma má einnig setja í rjómasprautu en þá þarf gjarnan tvö gashylki til að ná honum vel þeyttum. Meira »

Mjólkurlaus brómberja- og möndlu-smoothie

24.1. Smoothi-ar eru sívinsælir enda sniðugt morgun- eða millimál sem flestir kunna að meta. Afbrigðin eru ótalmörg og í raun er allt leyfilegt þegar kemur að samsetningu. Meira »

Bólguminnkandi morgunbomba Lukku

23.1. Unnur Guðrún Pálsdóttir eða Lukka á Happ eins og hún er alltaf kölluð er mjög græn í matarvenjum. Eitt af því sem henni finnst ómissandi til að byrja daginn vel er heilsusamlegur hristingur eða safi. Þessi uppskrift er ein af hennar uppáhalds enda bæði holl og góð. Hin uppskriftin, Súper-Grænn, er vinsælasti drykkurinn á veitingastaðnum hennar Lukku enda kröftugur drykkur sem hristir allt kerfið í gang. Meira »

Andoxunarsprengja í morgunsárið

21.1. Þessi mjólkurlausi morgunverður er bæði þykkur og rjómakenndur. Hann er fullur af andoxunarefnum og próteinum sem fylla þig af orku fram eftir morgni. Að auki er hann sérlega fallegur, bragðgóður og auðveldur – sem er alltaf kostur enda ekki á allra færi að framreiða fallegan mat. Meira »

Fljótlegur lágkolvetnamorgunverður

18.1. Að útbúa þennan rétt (6 stk.) tekur aðeins um 25 mínútur en hver múffa inniheldur innan við 90 hitaeiningar. Það kannast allir við það að vera í tímaþröng á morgnana og ná ekki að útbúa morgunmat. Þessar hollu eggjamúffur innihalda prótein, vítamín og alls kyns hollustu en lítið af kolvetnum. Meira »

„Megrun er ógeð“

17.1. Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona og bakstursbrjálæðingur hjá Blaka.is, hefur skipt um gír í janúar og aðhyllist nú Paleo-mataræði sem útleggst á íslensku sem steinaldarfæði. Hún er þó ekki hætt í eftirréttaglensinu og hefur því fundið hina fullkomnu uppskrift af Paleo-Snickers. Meira »

Hið fullkomna millimál

16.1. Veganistur eru hér með stórkostlega uppskrift að djúsí súkkulaðipróteinstykkjum en einnig má gera kúlur úr deiginu og sleppa því að baka það. Þessi uppskrift er frumsamin fyrir matarvef mbl.is Meira »

Svona hreinsar Solla kroppinn alla morgna

12.1. Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, lifir mjög heilsusamlegu lífi. Hún byrjar alla daga á sérlega hreinsandi aðgerðum. „Ég byrja alla morgna á því að fá mér hreinsandi skot,“ segir Solla en þá blandar hún eftirfarandi saman: Meira »

Vegan Mac & Cheese, stórkostlega djúsí og gott

10.1. Við systur höfum ekki oft smakkað mac & cheese og í þau fáu skipti höfum við ekki skilið hæpið, ekki fyrr en við smökkuðum vegan útgáfu þar sem ostasósan var búin til úr graskeri og kasjúhnetum. Eins og það hljómar nú furðulega smakkast það virkilega vel. Við vissum strax að við yrðum að búa til uppskrift innblásna af þeirri hugmynd. Meira »