Fyrir grænkera

Fljótlegur lágkolvetna morgunverður

10:00 Að útbúa þennan rétt (6 stk) tekur aðeins um 25 mínútur en hver múffa inniheldur innan við 90 hitaeiningar.Það kannast allir við það að vera í tímaþröng á morgnanna og ná ekki að útbúa morgunmat. Þessar hollu eggjamúffur innihalda prótein, vítamín og allskyns hollustu en lítið af kolvetnum. Meira »

Kókós­hnetu- og avóka­dóskúffukaka

Í gær, 16:00 Avókadó-æðið sem geisað hefur síðastliðin ár lifir enn góðu lífi. Hér kemur uppskrift að gómsætri skúffuköku en uppskriftin er frá vefsíðunni raiasrecipes.com. Raia, uppskriftasmiður síðunnar, er fimm barna móðir sem elskar Jesús og súkkulaði. Á vefsíðu Raiu er að finna gott safn uppskrifta meðal annars að eftirréttum í hollari kantinum. Meira »

„Megrun er ógeð“

Í gær, 11:27 Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona og bakstursbrjálæðingur hjá Blaka.is, hefur skipt um gír í janúar og aðhyllist nú Paleo-mataræði sem útleggst á íslensku sem steinaldarfæði. Hún er þó ekki hætt í eftirréttaglensinu og hefur því fundið hina fullkomnu uppskrift af Paleo-Snickers. Meira »

Meinholl og ódýr gulrótar- og rófusúpa

í fyrradag Á vef Íslenskra Grænmetisbænda er að finna gott uppskriftarsafn sem ég leita gjarnan í ef ég á grænmeti sem ég vil koma í not. Þessa súpu fann ég þar en hún er bráðholl, einföld og ódýr. Uppskriftin er frá Nönnu Rögnvaldar sem er snillingur í notalegum vetrarmat. Súpuna borðaði ég með fersku kóríander og smá sýrðum rjóma. Ég setti líka aukalega af engifer til að losa um kvefpúkann. Meira »

Hið fullkomna millimál

16.1. Veganistur eru hér með stórkostlega uppskrift að djúsí súkkulaðipróteinstykkjum en einnig má gera kúlur úr deiginu og sleppa því að baka það. Þessi uppskrift er frumsamin fyrir matarvef mbl.is Meira »

Saltkaramellubombur í hollari kantinum

12.1. Linda Björk matargúrúið okkar góða fer hér hamförum í að búa til heilnæmt góðgæti sem seður sykurpúkann en veitir einnig góða orku og næringu. Meira »

Fimm hiteinga núðlur Alberts

11.1. Kelp er þarategund, eins konar grænmeti úr sjó, sem inniheldur mikið af joði, kalíum, járni og kalki. Í 100 g af kelp eru aðeins FIMM HITAEININGAR og eitt gramm af kolvetnum. Meira »

Heilsudrykkurinn sem mun gera allt vitlaust

9.1. Heilsusérfræðingar víða um heim vilja meina að kvass sé sá heilsudrykkur sem muni ráða ríkjum á komandi ári. Matarvefurinn kynnti sér málið en nú þegar sjást myndir af íslensku kvassi víða á samfélagsmiðlum. Meira »

Stórkostlegar djúsírúllur Bergrúnar

7.1. Hér höfum við ofureinfalda og mjög svo bragðgóða uppskrift að sumarrúllum með hnetusósu að hætti Bergrúnar. Fullkominn partýréttur, aðalréttur eða sem nesti. Ferskleiki, litadýrð og hollusta einkennir þessar fallegu rúllur sem tekur enga stund að henda í. Maður getur í raun látið hvað sem er inn í rúllurnar, allt grænmeti, ávexti, spírur, tófú eða það sem maður á til hverju sinni. Meira »

Morgunverður ofurkroppsins

6.1. Anna Eiríksdóttir er einn vinsælasti leikfimiskennari landsins. Hún hefur kennt í Hreyfingu um árabil en slegist er um að komast í tíma hjá henni. Dagskráin hjá Önnu er þéttskipuð svo hún leggur mikið upp úr staðgóðum morgunverði til að fá orku fyrir fyrstu æfingu dagsins. Þegar verið er að koma fjölskyldunni af stað á morgnana þarf morgunmaturinn því að vera fljótlegur en meinhollur. Hér koma tvær uppskriftir að uppáhaldsmorgunverði Önnu. Meira »

Öðruvísi Waldorfsalat

29.12. „Þessi uppskrift kemur frá systur minni og ég elska þetta salat, ég borða það beint úr skálinni og líka í morgunmat ef eitthvað er eftir. Ég hef aldrei verið það súper spennt fyrir waldorfsalati, það er eitthvað við blönduna af rjóma og majonesi sem fer ekki vel í minn maga. Þetta salat er ferskt, bragðgott og einfalt eins og ég elska. Það sem gerir þetta sértaklega gott eru döðlurnar og hneturnar. Meira »

Ólýsanleg hnetusteik Jamie Olivers

26.12. Hnetusteik er ekki bara hnetusteik. Góð hnetusteik er nefnilega stórkostleg og þarf engan að undra að kjöt sé sífellt að lúta lægra haldi þegar uppskriftir sem þessar eru til. Jamie Oliver fer hér á kostum með hnetusteik sem inniheldur meðal annars og kastaníuhnetur. Með steikinni er mælt með að borða ferskt salsa. Meira »

Vegan brauðterta – gullfalleg og góð

21.12. Eitt af því skemmtilegasta við að „veganæsa“ klassískar uppskriftir er hvað fólk verður vanalega hissa yfir því að þetta sé vegan. Fólk á það til að halda að vegan-matur smakkist ekki eins vel og sé minna spennandi. Þess vegna er svo skemmtilegt að sjá svipinn á fólki þegar það uppgvötar að því hefur svo sannarlega skjátlast. Meira »

Ostakökubrownie afmælisbarnsins

14.12. Ég elska kakó og fæ mér dökkt súkkulaði daglega og liggur því beint við að það sé kakó í afmæliskökunni minni. Ostakökur og jarðarber eru einnig í miklu uppáhaldi og þykir mér því þessi samsetning himnesk. Meira »

Hollara marsípan-konfekt

7.12. „Þetta dásemdarkonfekt er fullkomið til þess að njóta með vinkonum og skapa minningar á góðum kvöldstundum! Í marsípanmolana nota ég nóg af lífrænum vanilludropum og sætugjafa frá hlynsírópi en einnig má skipta því út fyrir hráan kókospálmanektar (raw coconutnectar). Meira »

Töfrandi vegan lagterta

5.12. Við skoðuðum nokkrar uppskriftir og sáum að þær voru ekkert rosalega flóknar. Uppistaðan í þeim flestum var u.þ.b. sú sama en auðvitað innihéldu þær allar egg. Við ákváðum að þróa okkar eigin uppskrift og nota aquafaba í staðin fyrir egg. Meira »

Vegan-súkkulaðibitakökur

2.12. Súkkulaðibitakökur eru virkilega einfaldar í bakstri og alltaf jafnvinsælar hjá stórum sem smáum. Að gera vegan-útgáfu af þessum gömlu góðu kökum var alls ekki erfitt. Ef eitthvað er þá er vegan-uppskriftin auðveldari en sú upprunalega. Meira »

Svona hreinsar Solla kroppinn alla morgna

12.1. Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, lifir mjög heilsusamlegu lífi. Hún byrjar alla daga á sérlega hreinsandi aðgerðum. „Ég byrja alla morgna á því að fá mér hreinsandi skot,“ segir Solla en þá blandar hún eftirfarandi saman: Meira »

Vegan Mac & Cheese, stórkostlega djúsí og gott

10.1. Við systur höfum ekki oft smakkað mac & cheese og í þau fáu skipti höfum við ekki skilið hæpið, ekki fyrr en við smökkuðum vegan útgáfu þar sem ostasósan var búin til úr graskeri og kasjúhnetum. Eins og það hljómar nú furðulega smakkast það virkilega vel. Við vissum strax að við yrðum að búa til uppskrift innblásna af þeirri hugmynd. Meira »

Pastasalat Alberts - fljótlegur mánudagsréttur

9.1. „Litfagurt, sumarlegt og létt pastasalat sem getur bætið staði eitt og sér eða verið meðlæti með öðrum mat," segir Albert Eiríksson en þessi ljúffenga uppskrift kemur frá honum. Meira »

25 kg fuku af fjölskyldunni á 4 vikum

7.1. Elín G. Ragnarsdóttir bókaútgefandi og eiginmaður hennar Ásmundur Helgason tóku matarræðið í gegn fyrir stuttu með stórkostlegum árangri en 25 kíló fuku af fjölskyldunni á aðeins 4 vikum. Meira »

Nýjar íslenskar hrátertur komnar í sölu

3.1. „Í sumar komu góðir gestir á kaffihúsið, þeim líkaði kökurnar það vel að þá langaði helst að að geta tekið með heim, þar í raun kviknaði hugmyndin að því að framleiða og selja í smásölu. Því var ákveðið að sækja um styrk hjá Uppbyggingarsjóði sveitarfélaga á Vesturlandi og þegar sá styrkur var í höfn var ekki aftur snúið,“ segir Karen en terturnar eru framleiddar á Café Kaja á Akranesi. Meira »

Vatnsmelónu og spínat súpersalat

29.12. Inn á milli hátíðarmáltíðanna er gott að fá létt og hreinsandi salat. Þetta salat hentar líka vel sem meðlæti er ferskur forréttur. Ég myndi ekki hata að fá mér kampavín með þessu salati en þá er það kannski ekki beint hreinsandi. Uppskriftin kemur síðunni BBC Goodfood sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Meira »

Kjötlaus jól á Flórída

22.12. Þetta verða fyrstu kjötlausu jólin mín, hingað til hef ég notið þess að hægelda fyllt lamb og byrja yfirleitt að undirbúa matseldina löngu fyrir jól. Þessi jólin verð ég með fjölskyldunni á Flórída og það verður afar áhugavert að sjá hvaða gúrme ég næ að hrista fram úr erminni. Meira »

Konfektgerð mæðgnanna

17.12. „Okkur mæðgum finnst gaman að gefa jólagjafir sem hægt er að borða. Stundum gerum við auka skammt af konfekti til að lauma í nokkra jólapakka. Á hverju ári pössum við að útbúa nóg af uppáhaldskonfektinu okkar, marsípanmolunum góðu, og í ár ætlum við að bæta við hnetusmjörs-karamellumolum til að fá fjölbreytni í konfektkassann.“ Meira »

Innbökuð hnetusteik mæðgnanna

10.12. „Nú eru margir farnir að velta jólamatseðlinum fyrir sér. Okkur mæðgum finnst nauðsynlegt að breyta reglulega til og höfum prófað alls kyns góða grænmetisrétti yfir hátíðirnar. Meira »

Jólasmákökur Sollu á Gló

6.12. Sólveig Eiríksdóttir eða Solla á Gló bauð upp á stórkostlegar vegan súkkulaðibitasmákökur á konukvöldi Gló í vikunni. Hún var svo elskuleg að deila með okkur uppskriftinni sem er hreint út sagt dásamleg. Meira »

Svartbaunaskál frá Kúbu

5.12. „Frijoles negros er klassískur kúbanskur réttur úr svörtum baunum. Alveg ótrúlega djúsí og góður vegan réttur. Það fer dágóður tími í eldamennskuna en mér finnst það vel þess virði. Svartar baunir eru meinhollar og þeir sem vilja fara alla leið í hollustunni geta borið réttinn fram með hýðishrísgrjónum og lífrænum nachosflögum.“ Meira »

Jólalegt hnetubuff

1.12. „Þessi uppskrift birtist upphaflega í bók okkar Guðríðar Hannesdóttur, Eldað undir Jökli. Buffin urðu að klassískum grænmetisrétti á matseðli okkar þegar við fórum að reka Hótel Hellna. Hér eru þau að sjálfsögðu í glútenlausri útgáfu. Þyki buffin heldur bragðlítil er bara að bíða eftir sósunni, því hún er svo sannarlega mikilvæg með þessum rétti.“ Meira »