Grill

Kanilsnúðar með karmellu og pekanhnetum

05:00 Þessir kanilsnúðar ættu að fá einhver hjörtu til að slá hraðar enda fátt dásamlegra en nýbakað sætabrauð. Það er Gígja S. Guðjónsdóttir sem á heiðurinn af þessari uppskrift en hún heldur úti skemmtilegu bloggi þar sem hún birtir uppskriftir sem eru hver annarri girnilegri. Meira »

Rifin sem Ramsay elskar

Í gær, 16:04 Rif eru ekki bara rif (eins og allir vita) og ef sjálfur Gordon Ramsay mælir með þeim þá hljóta þau að vera stórkostleg. Það er hið minnsta niðurstaðan sem við höfum komist að hér á Matarvefnum en þessi uppskrift hljómar alla vega frekar vel. Meira »

Heimagert kryddsmjör á 5 mínútum

11.8. Bragðmikið kryddsmjör getur breytt bakaðri kartöflu í fullkomna máltíð. Ekki er verra að setja smá kryddsmjör ofan á steikina eða til að steikja grænmeti upp úr. Þetta kryddsmjör tók nánast engan tíma að útbúa og aðeins var notað það sem hendi var næst. Meira »

Blómkálsgratín með ostasósu

10.8. Hér kemur góð uppskrift af 3 kála-gratíni frá íslenskt.is en heiðurinn af uppskriftinni á matgæðingurinn Nanna Rögnvalds. Meira »

Hummus Diddúar afmælisbarns

8.8. Gulrótarhummus að hætti frá einnar ástsælustu söngkonu landsins fyrr og síðar. Það er auðvitað Sigrún Hjálmtýsdóttir betur þekkt sem gleðibomban Diddú! Meira »

Sunnudagsveisla Ágústu Johnson

6.8. „Við hjónin erum alltaf með huggulegan sunnudagsmat og þá koma allir, börnin öll og tengdabörn, mjög skemmtilegur fastur punktur í tilverunni. Þennan rétt höfum við stundum eldað og er hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Meira »

Kartöflusalat með beikoni að hætti Alberts

3.8. Þó grillaðar kartöflur séu ágætar með grillmatnum þá fer alltaf þónokkur tími í að steikja þær á grillinu. Það amk mín reynsla að þær taka alltaf mun lengri tíma en ég bjóst við. Svo er fínt að fá smá tilbreytingu í meðlæti með grillmatnum. Meira »

Súkkulaðikaka grilluð í appelsínu

31.7. Fyrir þá sem eru að leita að nýjum og ferskum hugmyndum kemur þessi eins og ferskur andvari. Hér erum við að tala um köku sem bökuð er í appelsínu á grilli. Það gerist vart snjallara að okkar mati og við hvetjum alla til að prófa þessa fordæmalausu snilld. Meira »

Grillveisla að hætti Júlíu heilsumarkþjálfa

27.7. Það er fátt meira viðeigandi á sumrin en að grilla góðan mat og helst slá upp veislu eða almennilegu matarboði eins oft og kostur er. Oftar en ekki tengja menn helst kjötmeti við grill en matgæðingar vita að það er fátt betra en grillað grænmeti. Meira »

Heilgrillað lamb að hætti læknisins

21.7. Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að mat. Hann bauð til veislu og lét sig ekki muna um að heilgrilla lamb í innkeyrslunni heima hjá sér. Veislan tókst að vonum vel enda ekki við öðru að búast. Meira »

Sumarsalat með jarðarberjadressingu

18.7. „Salöt eru svo sannarlega ómissandi á sumrin í sól og blíðu, sem meðlæti eða aðalréttir,“ segir Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Lifðu til fulls. Þessi uppskrift er tilvalin í sumar, létt, sæt og fljótleg. Meira »

Vatnslosandi sumarsalat sem slær í gegn

15.7. „Sumarlegt salat sem á vel við á góðviðrisdögum. Það getur bæði verið sér réttur, þegar enginn nennir að stússast í eldhúsinu á hlýjum sumardögum, eða meðlæti með (grill)matnum. Salat er sáraeinfalt og tekur stutta stund að útbúa það. Til tilbreytingar má saxa rauðlauk og bæta við þetta litfagra salat,“ segir Albert Eiríksson, einn af föstum matgæðingum okkar á Matarvefnum. Meira »

Klikkað kartöflusalat

5.7. Kartöflusalat er ákaflega vinsælt meðlæti á sumrin en tilvalið er að prófa sig áfram með krydd og bragðefni til að auka fjölbreytnina. Þetta salat sendi góð vinkona okkur en hún sver sig í bak og fyrir að þessi uppskrift sé með þeim bestu sem hún hefur bragðað. Meira »

Kjúklingasnitsel með bbq-sósu að hætti Lindu

4.7. „Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá öllum í fjölskyldunni. Hann er einfaldur og tekur ekki mikinn tíma að gera. Gott er að nota afganga í salat daginn eftir ef einhverjir verða. Stjarnan í þessari uppskrift er bbq-tómatsósa sem við erum að smyrja á allt hér á mínu heimili,“ segir Linda Björk Ingimarsdóttir, matgæðingur Matarvefjarins. Meira »

Tortillur með heslihnetusúkkulaði á grillið

1.7. „Ég elska allt með dökku súkkulaðismjöri! Ég dýfi berjum í það, smyr á brauð, set á pönnukökur og í múffur. Þetta er sérstakleg gott fyrir samviskuna þar sem í þessari dökku dásemd er ekki pálmaolía sem er í flestum öðrum súkkulaðismyrjum, súkkulaðið er lífrænt, glúteinlaust og án aukaefna og því leyfi ég mér að stelast af og til í krukkuna með góðri samvisku,“ segir Linda Björk Ingimarsdóttir, matgæðingur Matarvefjarins. Hér deilir hún með okkur fljótlegri uppskirft sem hentar vel á grillið. Meira »

Eina meðlætið sem þú þarft

30.6. Sætar kartöflur eru dásamlegar en þetta salat sameinar kalda sósu, kartöflur og salat og er í raun eina meðlætið sem þú þarft ef hugmyndin er að hafa einfalda máltíð eða jafnvel útbúa meðlæti í grillveislu í útilegu eða sumarbústað. Það má vel gera það daginn áður og hella bara sósunni yfir áður en herlegheitin eru borin á borð. Meira »

Grilluð nautaspjót með reyktri chimichurri sósu

4.8. Ef þetta er ekki hin fullkomna grillmáltíð þá vitum við ekki hvað. Hér eru nautaspjót þrætt upp á spjót en hæglega má skipta nautinu út fyrir lamb og er það alls ekki síðra. Chimichurri sósan er síðan argentínsk sósa sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Meira »

Epla- og pekanpæja á grillið

2.8. Hver vissi að lífið gæti verið svona einfalt? Einstaklega fljótleg og góð eplakrumbla í hollari kantinum sem vel má skella á grillið. Gott er að bjóða upp á ís eða rjóma með og það má jafnvel bæta við súkkulaðirúsínu. Meira »

Mögnuð piparsósa - aðeins þrjú innihaldsefni

30.7. Þessi ferska og góða sósa passar með nánast með hverju sem er. Hvort sem er með fiski, í bakaðar kartöflur, með kjöti eða sem ídýfa. Meira »

Mangósalsa, fullkomið með grillmatnum

26.7. Veitingastaðurinn Silva er steinsnar frá Akureyri til þess að gera og vel þess virði að fá sér bíltúr þaðan, enda er sveitin ægifögur og umhverfið búsældarlegt, blómlegt og minnir svolítið á heitari lönd. Meira »

Flanksteik með leynikryddblöndu

20.7. Flanksteik hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mörgum mataráhugafólki enda um virkilega skemmtilegan bita að ræða. Því miður hefur hún ekki verið auðfáanleg hér á landi fyrr en þau gleðitíðindi bárust að hún væri alla jafna til í Matbúrinu úti á Granda. Meira »

Grilluð pizza með fíkjum, gráðosti og sultuðum lauk

17.7. Grillaðar pizzur eru stórkostleg uppfinning. Brauðið verður sérlega stökkt og gott auk þess sem grillkeimurinn smýgur í gegn sem gerir bragðið algjörlega truflað. Meira »

Lambaborgari sem bragð er af

13.7. Þessi borgari er skemmtilegt tilbrigði við hefðbundinn borgara og er sérlega skemmtilegur. Hann ber að grilla og hægt er að undirbúa hann vel áður. Hann er stökkur, snjall, sniðugur, bragðmikill og ólíkur flestum þeim borgurum sem þú hefur áður smakkað. Meira »

Mangósalat með dill-vínegrett

4.7. Heilsumarkþjálfinn Júlía Magnúsdóttir er á ferð og flugi um heiminn í sumar en gefur ekkert eftir í mataræðinu og deilir hér sumarlegu salati. „Njótið elsku vinir, eigið litríkt og ferskt sumar. Fylgist með mér á ferðalagi mínu um Evrópu og Asíu á Instagram, Snapchat: lifdutilfulls og Facebook.“ Meira »

Bakað fyllt brauð á grillinu

2.7. Fyllt brauð með osti, pestó og ferskri basiliku er frábær hugmynd! Brauðið er bakað á grillinu svo það fær virkilega gott grillbragð og þú getur setið úti í sólinni í stað þess að húka inni og horfa á ofninn. Því það gerir maður alltaf þegar maður bakar brauð. Eða alla vega sumir. Okei kannski enginn. Það er samt skemmtilegra að grilla það! Meira »

Grillspjót með tígrisrækju í mangó

1.7. Fljótlegur forréttur sem jafnvel rækjuhatarar munu borða! Ég veit allt um það því móðir mín hatar rækjur af mikilli sannfæringu en þó borðaði hún þennan rétt með bestu lyst! Meira »

Ferskur aspas með parmaskinku

26.6. Lólí kann að krydda tilveruna eins og hún gerir reglulega í samnefndu bloggi sínu sem er lesendum Matarvefjarins að góðu kunnugt. Hér deilir hún dýrindisuppskrift að grilluðum aspas með parmaskinku sem lofar sannarlega góðu. Meira »