Grill

Heilgrillað lamb að hætti læknisins

21.7. Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að mat. Hann bauð til veislu og lét sig ekki muna um að heilgrilla lamb í innkeyrslunni heima hjá sér. Veislan tókst að vonum vel enda ekki við öðru að búast. Meira »

Flanksteik með leynikryddblöndu

20.7. Flanksteik hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mörgum mataráhugafólki enda um virkilega skemmtilegan bita að ræða. Því miður hefur hún ekki verið auðfáanleg hér á landi fyrr en þau gleðitíðindi bárust að hún væri alla jafna til í Matbúrinu úti á Granda. Meira »

Sumarsalat með jarðarberjadressingu

18.7. „Salöt eru svo sannarlega ómissandi á sumrin í sól og blíðu, sem meðlæti eða aðalréttir,“ segir Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Lifðu til fulls. Þessi uppskrift er tilvalin í sumar, létt, sæt og fljótleg. Meira »

Grilluð pizza með fíkjum, gráðosti og sultuðum lauk

17.7. Grillaðar pizzur eru stórkostleg uppfinning. Brauðið verður sérlega stökkt og gott auk þess sem grillkeimurinn smýgur í gegn sem gerir bragðið algjörlega truflað. Meira »

Vatnslosandi sumarsalat sem slær í gegn

15.7. „Sumarlegt salat sem á vel við á góðviðrisdögum. Það getur bæði verið sér réttur, þegar enginn nennir að stússast í eldhúsinu á hlýjum sumardögum, eða meðlæti með (grill)matnum. Salat er sáraeinfalt og tekur stutta stund að útbúa það. Til tilbreytingar má saxa rauðlauk og bæta við þetta litfagra salat,“ segir Albert Eiríksson, einn af föstum matgæðingum okkar á Matarvefnum. Meira »

Lambaborgari sem bragð er af

13.7. Þessi borgari er skemmtilegt tilbrigði við hefðbundinn borgara og er sérlega skemmtilegur. Hann ber að grilla og hægt er að undirbúa hann vel áður. Hann er stökkur, snjall, sniðugur, bragðmikill og ólíkur flestum þeim borgurum sem þú hefur áður smakkað. Meira »

Mangósalat með dill-vínegrett

4.7. Heilsumarkþjálfinn Júlía Magnúsdóttir er á ferð og flugi um heiminn í sumar en gefur ekkert eftir í mataræðinu og deilir hér sumarlegu salati. „Njótið elsku vinir, eigið litríkt og ferskt sumar. Fylgist með mér á ferðalagi mínu um Evrópu og Asíu á Instagram, Snapchat: lifdutilfulls og Facebook.“ Meira »

Bakað fyllt brauð á grillinu

2.7. Fyllt brauð með osti, pestó og ferskri basiliku er frábær hugmynd! Brauðið er bakað á grillinu svo það fær virkilega gott grillbragð og þú getur setið úti í sólinni í stað þess að húka inni og horfa á ofninn. Því það gerir maður alltaf þegar maður bakar brauð. Eða alla vega sumir. Okei kannski enginn. Það er samt skemmtilegra að grilla það! Meira »

Grillspjót með tígrisrækju í mangó

1.7. Fljótlegur forréttur sem jafnvel rækjuhatarar munu borða! Ég veit allt um það því móðir mín hatar rækjur af mikilli sannfæringu en þó borðaði hún þennan rétt með bestu lyst! Meira »

Ferskur aspas með parmaskinku

26.6. Lólí kann að krydda tilveruna eins og hún gerir reglulega í samnefndu bloggi sínu sem er lesendum Matarvefjarins að góðu kunnugt. Hér deilir hún dýrindisuppskrift að grilluðum aspas með parmaskinku sem lofar sannarlega góðu. Meira »

Grillaðir tómatar að hætti Hrefnu Rósu

22.6. Uppskriftin er frá grilldrottningunni Hrefnu Rósu Sætran og steinliggur með grillmatnum. Gráðostur, tómatar og basil er ansi gott sumarpartí! Meira »

Grillborgari með halloumi

19.6. Halloumi er góður á alla hamborgara þótt uppskriftin sem hér er gefin sé að grænmetisborgara. Skiptið út ykkar hefðbundnu ostsneið fyrir þykka sneið af halloumi og hann verður ekki minna safaríkur. Meira »

Satay-kjúklingaspjót sem trylla

7.6. Viktor Örn Andrésson, landsliðskokkur og kjúklingameistari, er gestur í eldhúsi Matarvefjarins næstu miðvikudaga. Hér kennir hann okkur að elda stórkostleg kjúklingaspjót sem svíkja engan. Sjálf hef ég gert þau nokkrum sinnum og er á því að þetta séu bestu kjúklingaspjót sem ég hef smakkað! Meira »

Nautalund á mýksta mátann

3.6. Hér kemur einföld en skotheld uppskrift að góðri nautalund sous-vide. Eggaldinið er ákaflega gott með og svo mælum við með bakaðri kartöflu og kaldri sósu og það má vel kaupa hana tilbúna. Meira »

Grillaður beikonaspas, trylltur á borgarann

30.5. Það er mikilvægt að prófa nýtt meðlæti til að hressa upp á uppáhaldsaðalréttina. Þessi aspas er ákaflega fljótlegur, virkilega góður og hentar vel með grillmatnum eða í brönsinn. Meira »

Líklega besta mozarellasalatið

18.5. Þessi uppskrift er frá veitingahúsinu MATBAR og er ákaflega góð. Við mælum með að kaupa ekta mozzarellakúlur í Búrinu út á Granda en hann er lagaður af ítölum búsettum hérlendis. Guðdómlega gott! Meira »

Klikkað kartöflusalat

5.7. Kartöflusalat er ákaflega vinsælt meðlæti á sumrin en tilvalið er að prófa sig áfram með krydd og bragðefni til að auka fjölbreytnina. Þetta salat sendi góð vinkona okkur en hún sver sig í bak og fyrir að þessi uppskrift sé með þeim bestu sem hún hefur bragðað. Meira »

Kjúklingasnitsel með bbq-sósu að hætti Lindu

4.7. „Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá öllum í fjölskyldunni. Hann er einfaldur og tekur ekki mikinn tíma að gera. Gott er að nota afganga í salat daginn eftir ef einhverjir verða. Stjarnan í þessari uppskrift er bbq-tómatsósa sem við erum að smyrja á allt hér á mínu heimili,“ segir Linda Björk Ingimarsdóttir, matgæðingur Matarvefjarins. Meira »

Tortillur með heslihnetusúkkulaði á grillið

1.7. „Ég elska allt með dökku súkkulaðismjöri! Ég dýfi berjum í það, smyr á brauð, set á pönnukökur og í múffur. Þetta er sérstakleg gott fyrir samviskuna þar sem í þessari dökku dásemd er ekki pálmaolía sem er í flestum öðrum súkkulaðismyrjum, súkkulaðið er lífrænt, glúteinlaust og án aukaefna og því leyfi ég mér að stelast af og til í krukkuna með góðri samvisku,“ segir Linda Björk Ingimarsdóttir, matgæðingur Matarvefjarins. Hér deilir hún með okkur fljótlegri uppskirft sem hentar vel á grillið. Meira »

Eina meðlætið sem þú þarft

30.6. Sætar kartöflur eru dásamlegar en þetta salat sameinar kalda sósu, kartöflur og salat og er í raun eina meðlætið sem þú þarft ef hugmyndin er að hafa einfalda máltíð eða jafnvel útbúa meðlæti í grillveislu í útilegu eða sumarbústað. Það má vel gera það daginn áður og hella bara sósunni yfir áður en herlegheitin eru borin á borð. Meira »

Grillmarinering – aðeins 4 hráefni

24.6. Það þarf ekki að vera flókið til þess að vera „heimagert“ og laust við viðbættan sykur og óþarfa efni. Þessi marinering er einföld og fljótleg og steinliggur í hvert skipti. Ég hef bara sett hana á kjúkling en hún myndi án efa henta einnig á fisk. Meira »

Leynivopnið er marmelaði

20.6. Grilli grilli grilli! Við fáum ekki nóg af grillmat en það má vissulega hressa upp á uppskriftasafnið og prófa eitthvað nýtt með hækkandi hita og léttari lund. Uppskriftin er einföld og leynivopnið er marmelaði! Meira »

Ekta bernaise-sósa frá grunni

15.6. „Það má nú alveg tala um endurkomu bernaise-sósunnar, hún er kannski ekki sú hollasta sem til er – en mikið er alvöru bernaise-sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á hollandaise-sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og lambalæri – já ég held bara flestu kjöti,“ segir Albert sem fékk þessa guðdómlegu uppskrift hjá Gunnar Bjarnasyni. Meira »

Nýjasta nýtt í grillmennskunni

5.6. Það eru sjálfsagt ekki margir sem eru vanir að grilla egg en viti menn. Það er merkilega auðvelt að grilla þau – rétt eins og að sjóða. Meira »

Svona áttu að grilla steik

2.6. Þar sem grillvertíðin er formlega gengin í garð er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mikilvæg tækniatriði sem skipta sköpum þegar góða grillsteik gjöra skal. Ef þú ferð eftir þessum reglum er nánast 100% öruggt að máltíðin verður vel heppnuð og þú mögulega krýndur Grillmeistarinn 2017. Meira »

Nautasteikin sem er að trylla karlpeninginn

26.5. Nú þegar nautakjöt fæst langtum ódýrara hér á landi þá er ekki úr vegi að birta þá algirnilegustu steikaruppskrift sem sögur fara af. Uppskrift þessi leit fyrst dagsins ljós fyrir rúmum mánuði og hefur síðan þá verið gríðarlega vinsæl á vefsíðum helguðum karlmönnum og áhugamálum þeirra. Meira »

Sumarsalat heilsuhjúkkunnar

14.5. „Ég er ofboðslega „season-all“ í matargerð. Á haustin er ég sjúk í súpur og á vorin er ég tjúlluð í salöt! Og þá meina ég alls konar og oft óhefðbundin salöt – en salötin þurfa að líta vel út og helst vera sem litríkust. Við mæðgurnar erum duglegar að prófa okkur áfram í alls kyns útfærslum og erum stundum að taka „salat-challenges“ saman þannig að úr verður skemmtileg salatveisla oft í marga daga í röð með ólíkum salötum. Meira »