Stjörnueldhús fyrir 200 milljónir

26.3. Nú býðst eldhúsáhugafólki það einstaka tækifæri að fjárfesta í eldhúsi eins frægasta sjónvarpskokks Bandaríkjanna – sjálfrar Inu Garten. Fyrir þá sem þekkja ekki Garten gengur hún undir nafninu The Barefoot Contessa – eða berfætta greifynjan og þannig hefur hún eldað sig í gegnum lífið og vakið aðdáun hvar sem hún fer. Meira »

Heitustu sumarbústaðareldhúsin

26.3. Trendin í sumarbústaðarhönnun eru að sjálfsögðu til staðar og frönsku áhrifin eru mjög vinsæl. Þá erum við að tala um fallega sveitastemningu þar sem bjartir litir eru í fyrirrúmi, shaker framhliðar og "rustic" smáhlutir eins og gamlir kassar og endurunninn viður. Meira »

Var sleppt lausri í tilraunaeldhúsinu

24.3. Í tilefni HönnunarMars ákvað Kaffitár að skella í áhugaverðan gjörning með því að sleppa hönnuði og kaffibarþjóni lausum í tilraunaeldhúsinu og sjá hver útkoman yrði. Laufey Jónsdóttir, hönnuður hjá Kaffitár, og Kristín Biering kaffibarþjónn tóku höndum saman og hönnuðu kaffidrykkinn Blóðberg expresso sem verður til sölu í takmörkuðu upplagi meðan á HönnunarMars stendur. Meira »

Nýju Kitchen Aid-litirnir eru klikkaðir

23.3. Það er alltaf ákveðin tilhlökkun þegar Kitchen Aid kynnir nýjustu litina. Í ár klikka þeir ekki (frekar en fyrri daginn) og verður að segjast að litapallettan er með því fallegra sem við höfum séð. Því skal haldið til haga að litaúrvalið spannar 86 liti og þessir nýjustu eru sannarlega falleg viðbót. Meira »

Nýjasta æðið í páskaeggjabransanum

23.3. Hver er ekki til í smá lekkerheit um páskana? Þá eigum við að sjálfsögðu við hágæða erlent súkkulaði með gin- og tónikbragði. Nú reka eflaust margir upp stór augu enda um óvenjulega bragðsamsetningu að ræða en við erum engu að síður spennt. Meira »

Magnaðar kökuskreytingar Ingu

23.3. Ef ykkur vantar franska súkkulaðiköku eru ég og fermingarbarnið að baka kökur til styrktar körfuboltamóti sem hún er að fara á í Gautaborg í maí. Meira »

Miklir peningar í notuðu matarstelli

21.3. Hátt í 17.000 manns eru í Facebook-hópnum Notuð matar- og bollastell. Þar má meðal annars kaupa viðbót í þau stell sem fólk er að safna og það verður að segjast að grúppan er ansi öflug og úrvalið gott. Meira »

Gyllt eldhúsgóss mokselst hérlendis

18.3. Hér er komið samansafn af stórkostlega smart eldhúsgúmmelaði sem rokselst hérlendis. Það er nokkuð ljóst að gyllt og kopar er alls ekki að fara úr tísku, hvort sem um ræðir mæliskeiðar eða hrærivélar. Meira »

Matarmarkaður og girnilegt pub-quiz

16.3. Hlédís Sveinsdóttir, einn af aðstandendum Matarmarkaðarins í Hörpu sem fram fer um næstu helgi, er með vatn í munninum yfir dagskránni. Meira »

Vogue tekur matarmyndbönd upp á næsta stig

11.3. Vogue á hrós skilið fyrir að taka hugmyndina um örmatarmyndbönd upp á næsta stig með skemmtilegum hljóðhrifum og fljúgandi mangói svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Egill fékk hina fullkomnu afmælisgjöf

4.3. Egill er mikill nautnaseggur og kann vel að meta lystisemdir lífsins eins og gott rauðvín og góða bók.  Meira »

Naglalakk með Prosecco-bragði

21.3. Hugmyndin er að við leiðinlegar aðstæður svo sem þrúgandi fundi megi stinga upp í sig fingrinum og fá bragð af freyðivíni til að auðvelda sér lífið um stutta stund. Meira »

Ragnhildur tók eldhúsið í gegn – fyrir- og eftir-myndir

19.3. „Ég hannaði eldhúsið nú bara sjálf, hafði ákveðnar skoðanir hvernig ég vildi hafa þetta og svo útfærði yngri sonur minn þetta með mér. Meira »

Berglind hélt Shopkins afmæli sem sprengdi alla skala

16.3. Það er erfitt annað en að taka andköf af aðdáun þegar myndir úr þessu afmæli eru skoðaðar. Snillingurinn á bak við veisluna er engin önnur en Berglind Hreiðarsdóttir sem heldur úti vefsíðunni Gotterí og gersemar. Berglind er annálaður kökugerðarsnillingur og inn á síðunni hennar leynast uppskriftir og kökur sem vert er að skoða. Meira »

Þetta borðar Katrín hertogaynja

15.3. Við getum ekki öll verið konungborin en við getum hugsanlega borðað eins og frægasta hertogynja í heimi þökk sé hinni stórkostlegu síðu Delish.com sem lagðist í heilmikla vinnu við að finna út hvað Katrín hertogaynja kýs að borða. Meira »

Miðborgargestir ráku upp stór augu í Austurstræti

11.3. Gestir og gangandi ráku upp stór augu fyrr í kvöld þegar söngur ómaði um Austurstrætið. Ungur maður á vakt í Pylsustandinum við hliðina á Bjarna Fel í Austurstræti söng hátt og snjallt til að skemmta sér og þeim sem ferð áttu um strætið. Meira »

Vínbangsar fyrir þyrstar mömmur

3.3. Þetta er mögulega skrítnasta uppskrift sem við höfum birt en engu að síður er þetta eitthvað sem þarf að birtast. Ef einhver ríður á vaðið og býr til svona sniðuga vínbangsa þá biðjum við hinn sama um að senda okkur myndir. Meira »