Geta bollarnir gert kaffið betra?

24.7. Hönnun á vínglösum er útpæld og til þess fallin að loftflæði verði sem best í glasinu til að hámarka ilm og öndun vínsins. Í þeim anda hefur hönnunarfyrirtækið Maikr hannað línuna Mato sem miðar að því sama – bara með kaffi. Meira »

Flippað afmæliskerti fyrir fagurkera

15.7. Stundum er búið til dót sem maður hreinlega veit ekki hvað manni finnst um. Þetta kerti er meðal þess enda ekki mikið lagt upp úr fagurfræðinni í markaðssetningu vörunnar og því ekki lagt upp með að um sé að ræða fallegan hlut. Meira »

Allt það lekkerasta í útilegumatarboðið

8.7. Það er engin ástæða til að slaka á smartheitunum þótt farið sé út fyrir heimilið. Hér koma nokkrar hugmyndir að lekkerum útilegubúnaði og við leggjum sérlega áherslu á bjórbeltið en það má vel setja litlar kampavínsflöskur í það. Meira »

Sturluð steikarhnífapör og frumskógarstemmning

5.7. Það stefnir í dúndurgóða veðurspá um helgina svo ekki skal hangsa við að koma pallinum í toppstand fyrir grillveisluna. Við á Matarvefnum settum okkur í frumskógarstellingar fyrir upptökur á næsta matreiðsluþætti sem fer í loftið á föstudag. Þátturinn er grillþáttur með sérlega hressandi frumskógarþema! Hér er einnig að finna fyrirtakshugmynd að brúðargjöfum fyrir fagurkera. Steikarhnífapörin eru sem dæmi guðdómleg og hver þarf ekki apa sem einnig er baukur og hentar því fullkomlega til að safna fyrir draumaferð til Balí? Meira »

Svört eldhús eru málið

2.7. Það eru eflaust margir sem súpa hveljur við tilhugsunina um svart eldhús minnugir þess að svart minnkar rými og hvítt stækkar. Eða hvað? Vel útfærð svört eldhús eru svo óheyrilega falleg að það er vel þess virði að rugla aðeins í rýmisgreindinni. Svo má – ef eldhúsið er lítið – vera með svarta skápa en hvíta borðplötum. Meira »

Maramaraborð á svipuðu verði og skurðarbretti

30.6. Í nýlegum puntrúnti fundum við þetta fallega marmaraborð sem kostar á 19.920 (er á sumarverði) sem er í raun bara eins og skurðarbretti. Borðið er snilld sem hliðarborð við grillið og er þá í raun skurðarbretti á fótum en skera má beint á borðinu þó passa þurfi að þrífa það vel á milli. Meira »

Hnífaparakúla á 49.900 vinsæl

21.6. Fagurkerar á leið upp Bankastrætið líta gjarnan í gluggann á lífstílsversluninni Aurum. Nýverið bættist frumlegt listaverk sem hýsir hnífapör í gluggann en um er að ræða listaverk eftir Maríu Ólafsdóttur eða Mary eins og hún kallar sig. Kúla er handmáluð af ítölskum listamanni og upprunalega hnífaparageymsla en hefur einnig verið notuð sem vasi. Kúlan kemur í 2 útfærslum og kostar sú með stærri munstrinu 59.900 krónur en sú minni 49.900 krónur. Meira »

Skotheld ráð fyrir skipulagt eldhús

15.6. Gott eldhús er gulli betra og þegar verið er að skipuleggja eldhús er gott að hafa ákveðin (gríðarlega mikilvæg) atriði í huga. Það vill nefnilega brenna við að eldhús séu kjánalega illa skipulögð og ógerningur sé að svo mikið sem sjóða hafragraut í þeim. Meira »

Brjálað kökupartý í Kópavogi

12.6. Í tilefni flutninganna var því haldið dísætt innflutningspartý þar sem kolvetnisþoka og kökudraumar mættust.  Meira »

Sjáðu grænmetið á Flúðum

8.6. Gudómlegt grænmeti á spottprís. Það er best að leyfa myndunum að tala sínu máli.  Meira »

Það verður bleikt vínæði í sumar

7.6. Fræga fólkið elskar vínið bleika og hafa fjölmargir hafið eigin framleiðslu á víninu. Drew Barrymore er þeirra á meðal en hún framleiðir léttvín undir eigin nafni. Hér að neðan má sjá myndband þar sem hún leiðir fólk í allan sannleikann um rósavín. Meira »

Sjúklegt eldhús við Selfoss

25.6. Þetta nýuppgerða hús er að finna skammt frá Selfossi. Eigendur hússins eyddu góðum tíma í að gera það upp og gerðu af mikilli kunnáttu og smekkvísi eins og sjá má. Eldhúsið er með þeim flottari sem við höfum séð og stíllinn er sérlega „rustic“ og flottur. Meira »

Býr í hjólhýsi og eldar ofan í Mývatnsveit

17.6. „Það er ekkert mál að elda í hjólhýsinu, maður þarf bara að skipuleggja sig örlítið meira en í venjulegu eldhúsi sökum plássleysis. Ég er með tvær gas hellur, ágætis potta og allt til alls. Eina vesenið, ef vesen má kalla, er að ég get ekki staðið upprétt nema akkurat í miðju hjólhýsinu því ég er svo hávaxin!“ Meira »

Veggfóðursæði gengur yfir landið

13.6. Elva Rósa Skúladóttir, annar eigandi lífstílsversluninnar Esju Dekor, er fagurkeri fram í fingurgóma. Hún er ein þeirra sem er með veggfóður í eldhúsinu en mikið veggfóðursæði gengur nú yfir eldhús landsins. Meira »

Eldhúsinu reddað fyrir 20 þúsund

10.6. „Breytingin var svakaleg! Það birti yfir öllu eldhúsinu og ótrúlegt en satt þá er þægilegra að þrífa skáphurðarnar eftir að þær voru filmaðar með háglansáferð.“ Meira »

Fegraðu eldhúsið með flísum

8.6. Flísar geta gert ótrúlega mikið fyrir eldhús og þá ekki síst ef að ákveðin hugdirfska einkennir valið og farið er ögn út fyrir þægindarammann. Auðvitað er lykilaðtriði að valið hæfi smekk en geómetrísk form hafa verið sérlega vinsæl undanfarin misseri og eins er fiskibeinamynstrið mjög vinsælt. Meira »

D&G heimilistæki væntanleg til landsins

6.6. Raftækin eru ákaflega litrík og sverja sig í stil Dolce&Gabbana en hver ísskápur er handmálaður og því enginn eins. Ískáparnir munu kosta frá 5 milljónum en Eirvík umboðsaðili Smeg á Íslandi mun selja stærri heimilistæki á borð við ísskápa en minni tækin verða að öllum líkindum fáanleg í Hrím í lok árs. Meira »