„Megrun er ógeð“

Í gær, 11:27 Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona og bakstursbrjálæðingur hjá Blaka.is, hefur skipt um gír í janúar og aðhyllist nú Paleo-mataræði sem útleggst á íslensku sem steinaldarfæði. Hún er þó ekki hætt í eftirréttaglensinu og hefur því fundið hina fullkomnu uppskrift af Paleo-Snickers. Meira »

Hvað á að gefa bóndanum á föstudaginn?

í fyrradag Bóndadagurinn er á föstudaginn næsta en þá er vel við hæfi að gera vel við bóndann. Hér koma nokkrar hugmyndir að góðum og girnilegum gourmet bóndadagsgjöfum. Það er gjarnan sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann. Meira »

Myndband frá Happ vekur mikla athygli

í fyrradag „Við settum myndbandið fyrst í loftið á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Við höfum fengið mikið af skilaboðum og fólk virðist vera vel með á nótunum og tekur almennt undir boðskapinn.“ Meira »

Nýjasta æðið í eldhúsáhöldum

15.1. Það verður að segjast að það er mun skemmtilegra að borða radísur sem líta út eins og Súper Mario Bros-sveppir. Það er ísraelski vöruhönnuðurinn Avichai Tadmor sem hefur hannað ákaflega skemmtilegt plasttæki sem gerir það afar einfalt að skera radísurnar út eins og sveppina frægu úr tölvuleiknum Súper Mario Bros. Það er án efa auðveldara að fá börn og grænmetisfúla einstaklinga til borða radísur þegar þær líta svo skemmtilega út. Meira »

Framkvæmdastjórinn býr sjálfur til ostinn

13.1. „Við höfum verið að föndra við ostagerð, ostarnir fást eingöngu í örfáum verslunum en við hyggjumst bæta úr því á þessu ári,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bio-bú, sem framleiðir mjólkurvörur úr lífrænni mjólk. Meira »

Rögnvaldur bætti á sig 5 kílóum og 5000 fylgjendum í desember

11.1. Rögnvaldur Þorgrímsson er 22 ára snappari sem vakti mikla athygli í desember með óhefðbundnu jóladagatali sínu sem gekk út á að elda nýja uppskrift alla daga í desember. Í janúar gerði Rögnvaldur svo desember upp í ansi frumlegu myndbandi. Meira »

25 kg fuku af fjölskyldunni á 4 vikum

7.1. Elín G. Ragnarsdóttir bókaútgefandi og eiginmaður hennar Ásmundur Helgason tóku matarræðið í gegn fyrir stuttu með stórkostlegum árangri en 25 kíló fuku af fjölskyldunni á aðeins 4 vikum. Meira »

Matarklám í hæstu hæðum

4.1. Myndbandið hér að neðan sýnir fljótlega leið til að gera borgara úr beikoni, kjöti og avókadó í stað brauðs. Myndbandið hefur flogið um samfélagsmiðla og fólk hreinlega elskar þetta stutta en dramatíska myndskeið. Meira »

Nýja árið hefst með sólarplexus

1.1. Heilsudrykkur Guðrúnar og Jóhönnu í Systrasamlaginu er kjörin byrjun á nýju ári. Hreinsandi, orkugefandi og næringarríkur og samansettur út frá Ayurveda-fræðunum. Meira »

Langar þig í bleikt kampavín?

30.12. Matarvefurinn þakkar frábærar viðtökur. Frá því að nýr vefur fór í loftið hefur lesturinn aukist jafnt og þétt en í síðustu viku heimsóttu rúmlega 50 þúsund notendur vefinn samkvæmt netmiðlamælingum Gallup.is. Er ekki tilvalið að skála fyrir því? Meira »

Svona verður morgunkornið aldrei lint

25.12. Obol er nýjasta æðið hjá lötum morgunkornsunnendum. Skálin vissulega nýsköpun sem mun breyta lífi þeirra sem elska að borða fyrir framan sjónvarpið eða þeirra sem eru lengi að borða og gæti því jafnvel unnið gegn matarsóun. Skálin er tvískipt svo morgunkornið fer öðru megin í hana en mjólkin hinumegin. Hugmyndin er því að morgunkornið sé sett í skeiðina og skeiðinni dýft í mjólk. Þannig er morgunkornið alltaf stökkt og það má vel setja afganginn inn í ísskáp. Skálin er einnig með sérstöku handfangi svo auðvelt er að halda á henni í sófa. Meira »

Syndsamlega súkkulaðimús

7.1. „Þessa uppskrift er að finna í fyrstu kokkabók minni frá því ég var þrettán ára. Ég hélt að ég kynni hana utan að en hef grun um að svo sé ekki þar sem hún er mun dekkri í dag, en ég ætla að halda henni þannig, því hún smakkast einstaklega vel,“ segir Áslaug Snorradóttir matarlistakona og ljósmyndari um þessa syndsamlega góðu mús. Meira »

Glæsilegasta gamlárspartýið var hjá Áslaugu

4.1. Það var kátt á hjalla hjá litlu vinunum sem komu saman í gamlárspartý. Matur í þeirra stærð var á boðstólum sem gerði það auðvelt fyrir litla putta að meðhöndla. Öll dýrin í skóginum, hvort sem er hér á landi eða í heitu löndunum, prýddu borðið ásamt blómum og dýrindis kræsingum. Meira »

Borðum grænmeti í janúar

2.1. Samtök grænmetisætna á Íslandi skora á landann að prófa vegan í janúar – veganúar eins og það er kallað á vefsíðunni www.veganuar.is. Fyrir dýrin, heilsuna og umhverfið eins og þar stendur, enda er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti veganfæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Meira »

Hreinsandi morgunmatur - burt með þrota og þreytu

1.1. Það vakna án efa einhverjir á nýársmorgun með hugmyndir um hollara líferni eftir hátíðarátið og þörf fyrir léttan morgunmat sem hreinsar kroppinn og losar hann við þrota og þreytu. Hér koma fjórar hollar færslur frá árinu 2016 sem nutu mikilla vinsælda. Meira »

Katrín leggur á borð fyrir fyrir Mörthu Stewart

28.12. Ljósmyndarinn Katrín Björk hafði haldið úti matarbloggsíðunni Modern Wifestyle í fimm ár, þegar hún fór að hugsa um leggja síðuna niður, vakti hún áhuga samstarfsfólks lífstílsdrottningarinnar Mörthu Stewart sem fékk þessa íslensku hæfileikakonu undir eins til liðs við sig. Meira »

Skárra að skála með tómu glasi en að skála ekki

24.12. Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Meira »