Nýjasta eldhústrendið er ansi villt

í gær Eftir endalausa ást á pastellitum, dökkbláum og marmara er hressandi að sjá nýja strauma og stefnur flæða inn í eldhús víða um heim. Ananasæðið og mikil ást á gylltu er enn við lýði en nú kemur græni liturinn sterkur inn ásamt skærbleikum flamingófuglum, framandi ávöxtum og pálmablöðum. Sumarið er komið inn í eldhús! Meira »

Langar þig í matarferð til Balí?

26.5. Matarmenning Balíbúa verður skoðuð sérstaklega, farið á matreiðslunámskeið að ógleymdum dásamlegum balískum nuddum sem kosta innan við 2.000 krónur. Til að hita upp fyrir ferðina er hér komin dásamleg uppskrift að balísku kjúklingakarrý sem er í miklu uppáhaldi hjá fararstjóranum. Meira »

Eldhúsið sem sprengdi Instagram

25.5. Húsið þykir ákaflega vel heppnað og litavalið nánast fullkomið. Því er ekki að undra að þetta eldhús sé það mest „lækaða“ eða hafi hlotið hvað flesta „líkar við“-smelli á samfélagsmiðlinum Instagram árið 2016. Frægð eldhússins er þó langt því frá að fara dvínandi þar sem myndir af eldhúsinu hafa nú skotið upp kollinum á samfélagsmiðlinum Pintrest þar sem þeim er nú deilt í gríð og erg. Meira »

Snjallasta hilla í heimi?

23.5. Ást okkar á fjölnota húsgögnum eru engin takmörk sett og það verður að segjast eins og er að RÁSKOG-hillan frá IKEA er ein sú allra snjallasta. Við höfum séð þessa hillu notaða undir flest og svo virðist sem ímyndunaraflið sé eina fyrirstaðan. Meira »

Svona var lagt á borð fyrir frægasta fólk heims

10.5. Meðal gesta sem gæddu sér á mat af blómadiskunum fögru voru Rihanna, Gigi Hadid, Katy Perry, Kendall Jenner, Celiene Dion, Courney Love, Gisele Bündchen, Jennifer Lopez og svo mætti lengi telja. Meira »

Guðdómleg eldhús Rutar Kára til leigu

7.5. Þessi gullfallegu eldhús er hægt að leigja á Airbnb.com en þau eru þéttbókuð enda hönnuð af einum besta innanhússarkitekt landsins. Meira »

Avókadóunnendur munu tryllast

4.5. Avókadóunnendur geta formlega tekið ást sína á næsta stig því sú tilkynning var að berast frá bandaríska súkkulaðiframleiðandanum Compartes að von væri á nýrri tegund súkkulaðis frá þeim: Avókadósúkkulaði. Meira »

Gullfallegt eldhús í 29 fermetra íbúð

30.4. Allt er hægt ef skapandi hugsun og hagkvæmni er sett í verkið. Arkitektinn Ewa Czerny er ein þeirra sem þurfa að nýta hvern fermetra til hins allra ýtrasta en hún býr í 29 fermetra micro-íbúð í Wroclaw, Polandi. Meira »

Svona er eldhúsið hjá Kardashian

28.4. Kardashian-systur hafa komið sér vel fyrir á heimilum sínum og eru óhræddar við að sýna dýrðina enda mega þær stoltar vera. Kourtney Kardashian gerðist svo fræg að prýða forsíðu Architectural Digest-tímaritsins þar sem heimili hennar var skoðað. Meira »

Sumarlína Stelton skekur smartheima

26.4. Hönnunarhúsið Stelton kynnir milda og fágaða línu fyrir sumarið. Á hverju ári kynnir Stelton nýja liti og fyrir sumarið 2017 varð létt yfirbragð, innblásið af skandinavískum kvöldstundum við hafið, fyrir valinu. Meira »

Snilldarílát fyrir kryddplöntur

22.4. Nú fer hver að verða síðastur til að setja niður fræ og því ekki úr vegi að kynna fyrir ykkur nokkrar auðveldar lausnir sem eiga heima í hverju eldhúsi. Það er nefnilega sérlega sniðugt að hafa kryddjurtirnar innan seilingar og fátt betra en að klippa sprota af fersku kryddi þegar þörf er á. Meira »

Bjargaði eldhúsinu þó það tæki á taugarnar

6.5. Frank og Hekla gerðu sér ekki grein fyrir að eldhúsbreytingin myndi taka svo á taugarnar en afraksturinn er þó þess virði. Fyrir og eftir myndirnar tala sínu máli. Meira »

Sumarlínan frá Ikea rýkur út

1.5. Sumarlínan inniheldur meðal annars diska, framleiðslufat, skálar og bolla úr leir með miklum gljáa svo stellið breytist eftir birtustiginu. Herlegheitin koma í ljósgráu, grænu og bleiku. Meira »

Heitustu eldhústrendin að mati Pinterest

29.4. Sjaldan lýgur Pinterest segir orðatiltækið og það hefur reynst ansi rétt enda þykir Pinterest hafa ótrúlegt forspárgildi um heitustu strauma og stefnur. Meira »

Eldhúsið hjá Chrissy Teigen

27.4. Hún er meistarakokkur og því var ekki við öðru að búast en að eldhúsið hennar væri frekar svalt. Það er gott meira en svalt því það er sérlega vel heppnað og skemmtilega öðruvísi og eiginlega alveg í takt við Teigen sjálfa sem er ein sú skemmtilegasta í bransanum. Meira »

Hver vill ekki baða sig upp úr mímósum?

25.4. Vill fólk ilma eins og kokteill? „Góð spurning. Ég á nokkrar vinkonur sem myndu alveg vilja baða sig upp úr mímósum en þetta er hughrifatenging og vísun í sumar og ferskleika frekar en að verið sé að líkja eftir áfengislykt,“ segir Elísabet hlæjandi og viðurkennir að mímósa sé í miklu uppáhaldi hjá henni. Meira »

Eldamennska getur bjargað geðheilsunni

20.4. Flestir hversdagskokkar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir meðferðargildi góðrar eldamennsku enda segir það sig nánast sjálft að matargerð getur haft heilandi áhrif á þann sem eldar. Þú þarft að hafa athyglina á verkefninu og nærð tímabundið að útiloka allt annað sem er afskaplega róandi og gott fyrir geðið. Meira »