Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum

3.1. Svava á ljúfmeti.com bauð upp á þennan girnilega forrétt á Gamlárskvöld. Hún gerði tvöfalda uppskrift og ekki veitti af. „ Ég eldaði kalkún og þar sem við vorum svo mörg ákvað ég að vera með smá forrétt sem ég fann í Gestgjafanum, beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum. Ég tvöfaldaði uppskriftina og ekki veitti af. Mjög gott," segir Svava í nýrri færslu á bloggsíðu sinni. Meira »

Flippaðir nýárskokteilar

1.1. Fjöldi nýársfagnaða er í kvöld en þá er gaman að bjóða uppá smart kokteil í fordrykk. Katla Valdimarsdóttir kokteilsérfræðingur á Kofann hristi saman nokkrar ferskar hugmyndir sem verða hluti af kokteilseðli Kofans í kvöld. Meira »

Albert gerir upp árið í uppskriftum - þessi bomba er númer 1

31.12. „Við áramót er ágætt að horfa um öxl og skoða m.a. mest skoðuðu uppskrifirnar á árinu. Einnig tók ég saman tíu vinsælustu veitingahúsin/sælkeraverslarnirnar og tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar,“ segir Albert Eiríksson á Alberteldar.com. Albert er í miklu uppáhaldi hjá Matarvefnum en hann er einnvinsælasti matarbloggari landsins og dásamlegur borðsiðafræðingur. Meira »

10 uppskriftir að fullkomnum áramótaeftirrétti

31.12. „Það hljóta fleiri en ég að sitja yfir uppskriftum þessa dagana, að reyna að fá innblástur fyrir áramótin. Við fórum í gær og keyptum kalkún og meðlæti en ég er enn að gæla við forrétti og eftirrétti. Ég spurði strákana hvort þeir væru með óskir um eftirrétti og það stóð ekki á svarinu, súkkulaðimús! Ég gerði þrefalda uppskrift af súkkulaðimúsinni fyrir aðfangadagskvöld og hún kláraðist upp til agna. Ég mun því gera hana aftur á gamlárskvöld en ætla að finna annan eftirrétt til að hafa með. Oreo-ostakakan kemur sterklega til greina, hún er vinsæl hjá krökkunum og það hentar mér vel að geta útbúið hana strax í kvöld.“ Meira »

Jarðarberja- og súkkulaðiís læknisins

31.12. „Allur alvöruís er gerður úr rjóma - auðvitað má líka setja örlítið af mjólk en rjómaís er alltaf langbestur! Og þessi ís er algerlega himneskur - hann er svo góður að meira að segja eiginkona mín, Snædís, sem borðar aldrei ís, fékk sér tvisvar á diskinn," segir Ragnar Freyr í jólalegri ísfærslu á blogginu sínu. Meira »

Freyðivínshlaup – guðdómlegt á gamlárskvöld

30.12. „Margir eru í vandræðum með eftirrétt um áramótin og vilja gjarnan prófa eitthvað nýtt. Freyðivínshlaup er hátíðlegt en minna má á að það er áfengt. Hér er það í staupum en einnig má setja það í eina skál og bera fram með öðrum eftirréttum, svona til að gefa fólki að bragða á,“ segir Albert Eiríksson matgæðingur með meiru. Meira »

Hægelduð nautalund og tilbúin Bearnaise

29.12. Dröfn matarbloggar á eldhussogur.com gerir upp árið í skemmtilegri færslu á blogginu sínu. Þar fer hún yfir flutninga fjölskyldunnar, nýja fallega eldhúsið sem þau útbjuggu og síðast en ekki síst hægeldaða nautasteik. Meira »

Lang besti lakkrísísinn

29.12. Áramótabomban er mætt! Lakkrískúluís með piparkroppi. Þessi ís er líklega besti lakkrísís sem ég hef smakkað. Allavega er barist um síðustu skeiðina í þeim boðum sem ég hef boðið upp á hann. Það er líka gott að gera tvöfalt magn af lakkrísblöndunni og nota hana sem íssósu. Meira »

Horaður kampavínskokteill með granateplum

28.12. Vefsíðan Eating Well sendi frá sér uppskrift að „horuðum“ kampavínskokteil fyrir áramótagleðina. Á ensku útleggst kokteillinn Skinny Pomegranate Champagne Punch. Uppskriftin er einföld og frískandi og inniheldur færri hitaeiningar en margir vinsælir kampavínskokteilar. Meira »

Freyðivínsperur Alberts bráðna í munni

28.12. „Margir eiga minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Þessar perur eru þó ferskar og soðnar í freyðivíni. Þær gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka - áramótaeftirrétturinn í ár,“ segir Albert Eiríksson kátur í bragði og komin á fullt í að undirbúa áramótin. Meira »

Tartalettur fyrir afgangana

25.12. Tartalettuform er ómissandi að eiga á jólum. Hægt er að möndla ljúffenga rétti úr afgöngum af hamborgarhrygg, hangikjöti, rjúpum og ýmsu fleiru með því að skella í tartalettur. Meira »

Jólakokteill Katy Perry

24.12. Katy Perry lætur sig dreyma hvít jól samkvæmt Independent, en hún eyðir yfirleitt jólunum á hvítri strönd með fjölskyldunni. „Við förum oftast í frí eitthvað saman fjölskyldan og eyðum mestum tíma í að borða og drekka mikið,“ segir Katy í viðtali við fyrrnefndan miðil. „Fjölskyldan byrjar alltaf jóladag á góðu glasi af Bellini, eldar svo saman og spilar borðspil um kvöldið,“ en Bellini er ítalskur kampavínskokteill. Meira »

Lygin og lekker húsmóðir í kjól

23.12. Þessar smákökur eru í miklu uppáhaldi hjá Önnu sem á deigið yfirleitt til inni í frysti. „Þá er alltaf eins og ég sé nýbúin að baka og ég lúkka geggjað góð húsmóðir. Það er lygi samt.“ Meira »

Besta kalkúnafyllingin

23.12. Já ég leyfi mér að segja besta. Alla vega hef ég ekki bragðað betri fyllingu enn þá. Þessi fylling er fljótleg (ef þú átt góðan hníf) og fersk enda inniheldur hún mikið af grænmeti og ávöxtum – ókei og fullt af smjöri en smjör er svo hátíðlegt! Meira »

Kjötlaus jól á Flórída

22.12. Þetta verða fyrstu kjötlausu jólin mín, hingað til hef ég notið þess að hægelda fyllt lamb og byrja yfirleitt að undirbúa matseldina löngu fyrir jól. Þessi jólin verð ég með fjölskyldunni á Flórída og það verður afar áhugavert að sjá hvaða gúrme ég næ að hrista fram úr erminni. Meira »

Uppskriftir að hátíðarsósunum

21.12. Hafið í huga að þegar verið er að gera góða sósu þá skipta hráefnin auðvitað mestu máli. Það skiptir mestu máli að notað sé gott soð í sósunar - hvort sem maður gerir soðið sjálfur frá grunni (sem er eiginlega best) eða vandar vel valið þegar maður er að kaupa kraft út í búð. Meira »

Vegan brauðterta – gullfalleg og góð

21.12. Eitt af því skemmtilegasta við að „veganæsa“ klassískar uppskriftir er hvað fólk verður vanalega hissa yfir því að þetta sé vegan. Fólk á það til að halda að vegan-matur smakkist ekki eins vel og sé minna spennandi. Þess vegna er svo skemmtilegt að sjá svipinn á fólki þegar það uppgvötar að því hefur svo sannarlega skjátlast. Meira »

Wellingtonsnittur á 35 mínútum

30.12. Vefsíðan Delish stingur upp á þessum girnilegum Wellington bitum sem frábærum smárétti um hátíðirnar. Wellington í bitastærð er mjög góð hugmynd enda uppáhald margra. Það besta er að smáréttaútgáfan af þessum dásamlega rétti tekur aðeins brot af þeim tíma sem annars tekur að útbúa kjötið og ekki er þörf á kjöthitamæli. Delsih gerir ráð fyrir 20 mínútum í undirbúning og 15 mínútum inn í ofni. Meira »

Öðruvísi Waldorfsalat

29.12. „Þessi uppskrift kemur frá systur minni og ég elska þetta salat, ég borða það beint úr skálinni og líka í morgunmat ef eitthvað er eftir. Ég hef aldrei verið það súper spennt fyrir waldorfsalati, það er eitthvað við blönduna af rjóma og majonesi sem fer ekki vel í minn maga. Þetta salat er ferskt, bragðgott og einfalt eins og ég elska. Það sem gerir þetta sértaklega gott eru döðlurnar og hneturnar. Meira »

Vatnsmelónu og spínat súpersalat

29.12. Inn á milli hátíðarmáltíðanna er gott að fá létt og hreinsandi salat. Þetta salat hentar líka vel sem meðlæti er ferskur forréttur. Ég myndi ekki hata að fá mér kampavín með þessu salati en þá er það kannski ekki beint hreinsandi. Uppskriftin kemur síðunni BBC Goodfood sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Meira »

Katrín leggur á borð fyrir fyrir Mörthu Stewart

28.12. Ljósmyndarinn Katrín Björk hafði haldið úti matarbloggsíðunni Modern Wifestyle í fimm ár, þegar hún fór að hugsa um leggja síðuna niður, vakti hún áhuga samstarfsfólks lífstílsdrottningarinnar Mörthu Stewart sem fékk þessa íslensku hæfileikakonu undir eins til liðs við sig. Meira »

Ólýsanleg hnetusteik Jamie Olivers

26.12. Hnetusteik er ekki bara hnetusteik. Góð hnetusteik er nefnilega stórkostleg og þarf engan að undra að kjöt sé sífellt að lúta lægra haldi þegar uppskriftir sem þessar eru til. Jamie Oliver fer hér á kostum með hnetusteik sem inniheldur meðal annars og kastaníuhnetur. Með steikinni er mælt með að borða ferskt salsa. Meira »

Cappuccino-pavlovan hennar Nigellu

24.12. Á næstu dögum eru margir með veislur fyrir fjölskyldu og vini og einnig styttist óðfluga í áramótin! Margir eru uppiskroppa með góðar hugmyndir að hátíðarmat. Því er tilvalið að kíkja á vinsælar uppskriftir frægra sjónvarpskokka. Nigella Lawson stendur alltaf fyrir sínu en hér er dýrindis Cappuccino-pavlova frá henni. Meira »

Bailey's saltkaramellukonfekt og íssósa

23.12. Í þessum næstsíðasta þætti af Súkkulaði á 60 sekúndum hendum við í unaðslegt konfekt fyllt með saltri Bailey's karamellu. Fyrir utan hvað fyllingin er stórkostlega góð þá er hún ein og sér snilld sem sósa út á hátíðarísinn eða á tertur. Meira »

Osta- og perubaka Eirnýjar

23.12. „Ég er hrifin af þessari böku þar sem það er lítið sem ekkert uppvask og það er hægt að gera endalausar samsetningar eftir því í hvernig skapi maður er,“ segir Eirný en til að útbúa bökuna þarf góða þykkbotna pönnu sem má fara í ofn. Meira »

Gæsabringa og Tandoori-síld Sigmars

22.12. Sigmar B. Hauksson var ástríðufullur matgæðingur og fjallaði mikið um mat og deildi uppskriftum með þjóðinni, svo sem í sjónvarpi, blöðum, tímaritum og bæklingum, en entist ekki aldur til að senda frá sér matreiðslubók. Það þótti aðstandendum hans mikil synd og réðust þeir því í verkefnið að honum gengnum undir forystu bróður Sigmars, Jóns Víðis Haukssonar kvikmyndatökumanns, sem ritstýrði bókinni. Meira »

Líklega fallegustu piparkökur landsins

22.12. Piparkökur þurfa ekki að vera hefðbundnar og um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín! Með góðum hníf má skera út alls kyns myndir og form en það er vissulega tímafrekt og ekki ráðlegt að dunda sér við slíkt nema blóðþrýstingurinn sé í góðu lagi. Reyndar er piparkökubakstur sérlega góður til að lækka blóðþrýstinginn, hægja á hjartslættinum og minnka jólakvíðann. Meira »

Dassaði fimlega úr flöskunni

21.12. „Eina skiptið í lífi mínu sem maður sá hana með vín var þegar hún dassaði svo fimlega úr sérríflöskunni yfir makkarónurnar og útbjó þennan ljúffenga jólaeftirrétt af sinni alkunnu snilld og allir biðu eftir honum allan aðfangadag,“ segir Dóra Welding ástríðukokkur og lyfjatæknir um ömmu sína sem gerði alltaf dásamlegan búðing á jólunum. Meira »

Nizza-trufflur með heslihnetum

21.12. Nizzaheslihnetusúkkulaðismjör er algjör dásemd. Ekki versnar það þegar suðusúkkulaði, hnetusmjör og rjómi bætast við – það köllum við gott partý! Þessar trufflur eru fljótlegar og mjög góðar. Ekki bara slefa – skelltu í þessar dúllur. Meira »