Morgumatur

Eitt best geymda leyndarmálið

21.4. Langi þig að borða góðan mat, gleðja sál og líkama skaltu skutla þér til Hveragerðis...   Meira »

Mexíkóskar morgunverðarvefjur með eggjahræru

21.4. Vefjurnar eru meinhollar, próteinríkar og endast því vel og koma í veg fyrir að seddan sæki að stuttu eftir morgunverð.  Meira »

Syndsamlegt avókadó- og bananabrauð

15.4. Bara nafnið á þessari dásemd ætti að fá meðalhjartað til þess að slá örar. Uppskriftin er fremur einföld og bráðholl og ekki spillir fyrir að brauðið er 100% vegan. Reyndar er boðið upp á hefðbundnari útgáfu þannig að þið stjórnið þessu sjálf. Meira »

Guðdómlega góður og fallegur morgunverður

14.4. „Systir mín er snillingur í eldhúsinu og undanfarið hefur hún verið að elda marga skemmtilega rétti fyrir dóttur sína sem er vegan. Um daginn gerði hún þessa dásamlegu morgunverðarskál og ég gerði hana um leið og varð alls ekki svikin og það besta var að börnin mín vildu öll borða meira af þessari dýrð og svo er gaman að leika sér með það sem sett er yfir skálina og nota það sem er til í ísskápnum.“ Meira »

Hresstu upp á morgunverðinn

13.4. Þar sem páskahelgin er fram undan er ekki úr vegi að tríta sig smá í morgunsárið með þessum girnilegu eggjabökum sem eru umvafðar prosciutto-skinku. Þær eru merkilega einfaldar í gerð og því ættu örgustu eldhúsfautar ekki að vera í vandræðum með þessa dásemd. Meira »

Þetta borðar Þorbjörg Hafsteins

11.4. Þor­björg Haf­steins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og nær­ingarþerap­isti, deilir hér tveimur af sínum uppáhaldsuppskriftum en Tobba eins og hún er kölluð rekur veitingastaðinn Yogafood í JL húsinu. Meira »

Eldhúsdólgarnir: besti morgunmatur í heimi

5.4. Það kostar klink að útbúa heilan lítra af heimagerðri jógúrt og hnetutoppurinn toppar hvað sem er. Eldabuskurnar eru þó afskaplega ruglaðar en þær vilja vel. Meira »

Eggjakaka kraflyftingakonunnar

24.3. Það má vel setja haframjöl í eggjakökuna til að auka næringar- og trefjagildi hennar en egg innihalda mikið af próteinum og með höfrunum er því komin fullkomin samsetning til að borða til dæmis eftir góða kraftlyftingaæfingu. Meira »

Svona færðu börnin til að borða hollari morgunverð

16.3. Útkoman var ákaflega góð og enginn grunaði mig um græsku. Dóttirin kláraði sinn skammt og sambýlismaðurinn líka. Ég mun því án efa gera stærri skammt næst því það má vel elda graut fyrir tvo daga í einu. Meira »

Magnaðar morgunverðarhugmyndir

7.3. Margir kannast við það að borða ekki nægilega mikið af grænmeti. Morgunverður er gjarnan sú máltíð sem illa gengur að koma grænmetinu inn í hvort sem ætlunin er að fá börnin til að innbyrða þannig meira grænmeti eða okkur sjálf. Hér eru komnar nokkrar skotheldar leiðir til að koma meira af grænmeti í kroppinn fyrir hádegi. Meira »

Grjótharður morgundrykkur í Garðabæ

28.2. Þessi morgundrykkur keyrir kroppinn svo sannarlega af stað en það er Guðbjörg Finnsdóttir eigandi G-fit í Garðabæ sem á heiðurinn af þessari uppskrift. Meira »

Morgunmatur „þunna“ mannsins eða konunnar

19.2. „French toast" er í margra hugum það girnilegasta sem hægt er að borða. Það er jafnauðvelt að búa það til eins og það er að klúðra því og því erum við með skotheldar aðferðir til að tryggja að það heppnist sem allra best. Meira »

Kínóa- og chiagrautur með granateplum

14.2. Kínóa er ein af þessum heilsuvörum sem eru í tísku um þessar mundir. Vonandi er þessi „tískuvara“ komin til að vera því kínóa er stútfullt af próteinum, góðum fitusýrum og glútenlaust. Þá er það spurningin: hvað á að gera við þessi fræ? Hér má fá góðar hugmyndir að girnilegum réttum frá nokkrum matgæðingum. Meira »

Klassískar pönnukökur sem klikka aldrei

11.2. Pönnukökur eru magnað fyrirbæri og fyrir alvöruaðdáendur þeirra er mikil sæla sem fylgir skemmtilegum útfærslum á neyslu þeirra. Á að bæta við bláberjum eða súkkulaðibitum, bera fram með avókadó og hollum berjum eða leyfa sér smá sukk með súkkulaði og sírópi? Meira »

Laugardagsmorgunverður crossfit-kroppsins

4.2. Jakó eins og hún er kölluð var í óða önn að pússa steypu þegar Matarvefurinn heyrði í henni. „Á næstu dögum er ég að fara að opna mína eigin stöð, Granda101, sem er staðsett á frábærum stað á Grandanum og hefur upp á að bjóða frábært útisvæði og nóg af bílastæðum,“ segir stálkroppurinn og lét sig ekki muna um að henda í ljúfar helgarpönnukökur fyrir okkur á milli þess sem hún pússaði, lakkaði, græjaði og gerði. Meira »

Magnaður morgunverður á mínútum

1.2. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér. Stundum geri ég hana þykka svo úr verður grautur sem ég gríp með mér í krukku eða borða heima. Ef ég vil frekar hafa hana í drykkjarformi bæti ég við einum bolla af vatni og set gleðina á flösku og tek með mér í vinnuna sem næringarríkt millimál. Meira »

Göldróttur morgunverður Ágústu Johnson

30.1. Með drykknum fæ ég mér eina sneið af Sólkjarna-súrdeigsbrauði frá Brauðhúsinu í Grímsbæ með möndlumauki,“ segir Ágústa en með þessu drekkur hún vatnsglas og einn góðan kaffibolla. Meira »

Brjálæðislega girnilegur páskabröns Evu Laufeyjar

9.4. Páskabröns er fullkomin leið til að hóa saman vinum og ættingjum og njóta góðra veitinga,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, matarbloggari og dagskrárgerðarkona á Stöð 2. „Það hentar mér sérstaklega vel að fá fólk heim snemma, borða ljúffengan mat og fara svo södd út í daginn, ég tala nú ekki um ef ég næ að leggja mig eftir matinn með dóttur minni, henni Ingibjörgu Rósu, á svona frídögum.. Meira »

Líklega besti og fljótlegasti hafragrauturinn

29.3. Þennan hafragraut útbý ég alltaf kvöldið áður og get fullyrt að hann sé með þeim bestu sem ég hef smakkað.   Meira »

Borðaði hafragraut daglega í mánuð og þetta gerðist

17.3. Leah Wynalek ákvað að kanna hvaða áhrif dagleg neysla hafragrautar hefði á hana og að mánuði loknum dró hún niðurstöðurnar saman í mjög áhugaverðan lista. Meira »

Súkkulaðihristingur til að byrja daginn

14.3. Heilsumarkþjálfinn Júlía Magnúsdóttir mælir með þessum drykk fyrir þá sem vilj auka grænmetisinntöku og byrja morguninn með bragðmikilli og brjálæðislega hollri súkkulaðibombu. Meira »

Þessar eiga eftir að gera allt vitlaust

5.3. Fyrir þá sem elska að baka pönnukökur á helgarmorgnum er þessi uppskrift hreinræktuð himnasæla. Hér er búið að taka hefðbundna ameríska pönnukökuuppskrift og bæta við kanilfyllingu sem fær hjartað til að slá hraðar. Meira »

Spíraður morgungrautur stállæranna

22.2. Í hafragrautinn bæti ég því við 1 msk. af hnetusmjöri sem er ríkt af hollri og góðri fitu og hægir á upptöku kolvetnanna úr höfrunum. Með þessari samsetningu varir seddutilfinningin hátt í 4 klst. og orkan mín helst jöfn yfir daginn. Meira »

Ofurdrykkur Lukku á Happ

16.2. Við þreytumst aldrei á að finna bragðgóðar leiðir til að byrja daginn. Þessi græni drykkur er dásamlega góður en uppskriftin kemur frá Lukku á Happ og er úr bókinni Máttur matarins en þessi drykkur er einmitt það – máttugur. Meira »

Skemmtileg morgunverðarpizza fyrir alla fjölskylduna

12.2. Morgunverðarpizza er ein af þessum máltíðum sem sameinar allt ofangreint. Flestir elska pizzu og nær allir borða morgunmat. Morgunverðarpizzan er sérlega heppileg sumarbústaðar- eða helgarfæða og oft myndast svakaleg stemning – bæði við gerð hennar og þó aðallega við átið á henni. Meira »

Delux morgunmatur

6.2. Þessi uppskrift er kannski ekki neitt sérstaklega holl en girnileg er hún. Það mætti vel bjóða upp á þennan ofnbakaða hafragraut sem morgunmat um helgar þegar gera á vel við sig eða hreinlega sleppa sykrinum og setja þurrkaða ávexti sem sætu og borða réttinn sem hollan morgunverð, sem millimál eða hádegisverð. Meira »

Lágkolvetna morgunklattar sem borða má í öll mál

2.2. Þessir klattar henta vel sem morgun-, hádegis- eða kvöldverður. Ég reyni gjarnan að elda ríflega og frysta svo ég eigi eitthvað hollt að grípa í þegar lítill tími gefst. Meira »

Morgunverðar-sushi sem slær í gegn

31.1. Morgunverðar-sushi kann að hljóma frekar miður en ekki hætta að lesa. Þetta er í raun algjör snilld og einstaklega skemmtileg leið til að fá börnin til að borða morgunverð. Meira »

Magnaðar morgunvöfflur Katrínar

27.1. Þessar vöfflur eru nýjasta eldhúsafrek Katrínar en þær eru fullkominn morgunverður þegar gera á vel við fjölskylduna – nú eða bara sjálfan sig! Meira »