Morgumatur

Heslihnetusúkkulaðibúðingur í morgunmat

22.5. Þessi búðingur er mikið fagnaðarefni þegar erfitt er að vakna. Uppistaðan í honum er sykurlaust súkkulaðismjör sem ég hef mikið dálæti á og er í nýju bókinni minni Náttúrulega sætt. Súkkulaðismjörið er í raun allt innihaldið nema avókadóið. Meira »

Morgunverður sem hægir á öldrun

17.5. „Acai-berin eru eitt af mínu uppáhalds-súperfæði. Berin vaxa víða í Brasilíu og eru stútfull af andoxunarefnum sem eru góð fyrir húðina og ónæmiskerfið. Berin eru sérstaklega þekkt fyrir að stuðla að þyngdartapi sem og getu líkamans til að viðhalda heilbrigðri þyngd. Ekki sakar að berin eru einnig talin geta hægt á öldrunarferli líkamans! Meira »

Morgunverðaregg að hætti Momofuku

15.5. Aðdáendur Momofuku geta formlega tekið gleði sína þar sem þessi uppskrift kemur beint úr smiðju þeirra. Hér er um að ræða splunkunýja og heldur óvenjulega útfærslu á eggjum sem mun tryggja þér standandi lófatak í næsta dögurði eða hvar sem þér dettur í hug að mæta með þessa dýrð til að slá um þig (og gleðja aðra). Meira »

Avókadóegg með beikondufti

11.5. Endrum og eins rekumst við á útfærslur sem eru svo sniðugar að hjartað tekur aukakipp – bókstaflega. Þetta er ein af þeim stundum. Beikontuddar fá sitt og avókadóunnendur geta farið í handahlaup af gleði. Meira »

Eggjaský eru nýjasta morgunverðaræðið

10.5. Eggjaský eru það vinsælasta á morgunverðarborðum víða um heim samkvæmt samfélagsmiðlum. En hvað eru eggjaský?   Meira »

Morgunverðarpönnsur Berglindar

5.5. Berglind Hreiðarsdóttir bloggari á gotteri.is lætur það ekki stoppa hrærivélina að vera með nokkurra vikna barn í fanginu enda ákaflega verkleg og orkumikil. Meira »

Líklega besti morgunverður í heimi

27.4. Svona breytir þú smoothie - í pönnukökur! Við á matarvefnum erum búin að sannreyna uppskriftina sem er mjög góð - sjá okkar myndir hér að neðan. Við læddum þó einni msk af sykurlausri bláberjasultu út í deigið þar sem fersku berin vorufrekar bragðlaus - afraksturinn var æðislega góður. Við notuðum kókosolíu til steikingar. Meira »

Eitt best geymda leyndarmálið

21.4. Langi þig að borða góðan mat, gleðja sál og líkama skaltu skutla þér til Hveragerðis...   Meira »

Syndsamlegt avókadó- og bananabrauð

15.4. Bara nafnið á þessari dásemd ætti að fá meðalhjartað til þess að slá örar. Uppskriftin er fremur einföld og bráðholl og ekki spillir fyrir að brauðið er 100% vegan. Reyndar er boðið upp á hefðbundnari útgáfu þannig að þið stjórnið þessu sjálf. Meira »

Hresstu upp á morgunverðinn

13.4. Þar sem páskahelgin er fram undan er ekki úr vegi að tríta sig smá í morgunsárið með þessum girnilegu eggjabökum sem eru umvafðar prosciutto-skinku. Þær eru merkilega einfaldar í gerð og því ættu örgustu eldhúsfautar ekki að vera í vandræðum með þessa dásemd. Meira »

Brjálæðislega girnilegur páskabröns Evu Laufeyjar

9.4. Páskabröns er fullkomin leið til að hóa saman vinum og ættingjum og njóta góðra veitinga,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, matarbloggari og dagskrárgerðarkona á Stöð 2. „Það hentar mér sérstaklega vel að fá fólk heim snemma, borða ljúffengan mat og fara svo södd út í daginn, ég tala nú ekki um ef ég næ að leggja mig eftir matinn með dóttur minni, henni Ingibjörgu Rósu, á svona frídögum.. Meira »

Hin fullkomna morgunverðar eggjakaka

30.4. Eggjakaka er hinn fullkomni morgunverður og fátt er betra en að laga eina slíka á helgarmorgni. Ristað brauð, nýuppáhellt kaffi, ferskir ávextir – allt eru þetta hráefni sem gera lífið umtalsvert betra. Meira »

Gunni hrausti vill að þú borðir jógúrt

26.4. Fyrir utan það að vera dásamlega kremuð og rjómakennd er gríska útgáfan af jógúrt með einstaklega há og góð hlutföll milli fitu og próteina og svo er hún auðvitað ósykruð sem er fáséð í mjólkurflokknum. Meira »

Mexíkóskar morgunverðarvefjur með eggjahræru

21.4. Vefjurnar eru meinhollar, próteinríkar og endast því vel og koma í veg fyrir að seddan sæki að stuttu eftir morgunverð.  Meira »

Guðdómlega góður og fallegur morgunverður

14.4. „Systir mín er snillingur í eldhúsinu og undanfarið hefur hún verið að elda marga skemmtilega rétti fyrir dóttur sína sem er vegan. Um daginn gerði hún þessa dásamlegu morgunverðarskál og ég gerði hana um leið og varð alls ekki svikin og það besta var að börnin mín vildu öll borða meira af þessari dýrð og svo er gaman að leika sér með það sem sett er yfir skálina og nota það sem er til í ísskápnum.“ Meira »

Þetta borðar Þorbjörg Hafsteins

11.4. Þor­björg Haf­steins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og nær­ingarþerap­isti, deilir hér tveimur af sínum uppáhaldsuppskriftum en Tobba eins og hún er kölluð rekur veitingastaðinn Yogafood í JL húsinu. Meira »

Eldhúsdólgarnir: besti morgunmatur í heimi

5.4. Það kostar klink að útbúa heilan lítra af heimagerðri jógúrt og hnetutoppurinn toppar hvað sem er. Eldabuskurnar eru þó afskaplega ruglaðar en þær vilja vel. Meira »