John Terry vill enda í efsta sætinu í riðlinum

John Terry segir að það sé mikilvægt fyrir Chelsea að …
John Terry segir að það sé mikilvægt fyrir Chelsea að enda í efsta sætinu í G-riðli. Reuter

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að það sé mjög mikilvægt fyrir Chelsea að sigra Liverpool á Stamford Bridge í lokaleik liðanna í G-riðli Meistaradeildarinnar. Chelsea og Liverpool eru bæði komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en ef Chelsea sigrar Liverpool 6.desember þá mun Chelsea enda í efsta sæti G-riðils. Chelsea vann Anderlecht 2:0 í Belgíu í kvöld og Terry var mjög ánægður með hversu vel Chelsea byrjaði leikinn en Chelsea skoraði bæði mörkin á fyrstu 15 mínútum leiksins.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel og það var mjög ánægjulegt því við höfum ekki verið nægilega góðir í fyrri hálfleik í undanförnum leikjum. Eftir að staðan var orðin 2:0 héldum við boltanum mjög vel innan liðsins. Anderlecht fékk nokkur sæmileg marktækifæri en við fengum ekki mark á okkur og það var mjög gott,“ sagði John Terry. „Það er mjög mikilvægt að enda í efsta sætinu í riðlinum því þá getum við ekki fengið sigurvegarana í hinum riðlunum sem mótherja í 16-liða úrslitunum. Það er líka sálfræðilega mikilvægt að vinna riðilinn og ef okkur tekst það verður það frábær árangur.“ Sjá einnig enski.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert