Benítez spenntur fyrir Ítalíu?

Rafael Benítez hefur áhuga á Ítalíu, að sögn umboðsmannsins.
Rafael Benítez hefur áhuga á Ítalíu, að sögn umboðsmannsins. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, er spenntur fyrir því að færa sig yfir til Ítalíu og taka við liði þar ef rétta félagið býðst. Þetta fullyrðir umboðsmaður Spánverjans, Manuel Garcia Quilton.

Benítez stýrði áður liði Valencia og hefur á síðustu árum verið orðaður við bæði Real Madríd og Inter Mílanó. „Benítez er þjálfari sem myndi henta vel á Ítalíu og fyrir þann leikstíl sem er á knattspyrnunni þar. Hann er einn af þremur bestu þjálfurum heims. Ef hann fær áhugavert tilboð frá liði með spennandi hugmyndir, mun hann örugglega skoða það vel og væri jafnvel til í að yfirgefa Liverpool.

Benítez er þjálfari sem undirbýr sig af kostgæfni. Vinnudagur hans er 24 stundir og fáir standa honum á sporði á því sviði. Lítið bara á afrekaskrána hans. Hann gerði Valencia að Spánarmeistara og UEFA-meistara og hjá Liverpool hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Stórbikar Evrópu og enska bikarinn," sagði Manuel Garcia Quilton.

Sjá einnig Enski boltinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert