Nick Cave leikur á Broadway

Nick Cave.
Nick Cave.

Ástralski hljómlistarmaðurinn Nick Cave heldur tónleika hér á landi mánudaginn 9. desember á Broadway. Frá því var formlega gengið í gær. Að sögn Snorra Thors, aðstandanda tónleikanna, sá hann Nick Cave og sveit hans The Bad Seeds spila í New York þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin tvö ár. Í kjölfarið setti hann sig í samband við umboðsmann sveitarinnar og ræddi m.a. við Cave sjálfan.

Miðasala hefst um miðja næstu viku en nánari upplýsingar um hvar hún fer fram og hvert miðaverð verður liggja ekki fyrir enn.

Cave kemur án hljómsveitar sinnar Fræjanna vondu en mun leika á píanó, studdur trommu-, fiðlu- og bassaleikara.

Í febrúar á næsta ári kemur tólfta hljóðversskífa Caves út, Nocturama, en af þekktum plötum hans má nefna Tender Prey, The Good Son og The Boatman's Call.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson