Bubbi, Leaves og Sigur Rós fá flestar tilnefningar til tónlistarverðlauna

Bubbi Morthens fær margar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Bubbi Morthens fær margar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Bubbi Morthens og hljómsveitirnar Leaves og Sigur Rós fá flestar tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna sem kynntar voru í dag, þar á meðal sem flytjendur ársins í popptónlist, fyrir plötu ársins og lag ársins auk þess sem Bubbi, Arnar Guðjónsson söngvari Leaves og Jón Þór Birgisson söngvari Sigur Rósar eru tilnefndir sem söngvarar ársins.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt 23. janúar á næsta ári en tilnefnt er fyrir sígilda tónlist og nútímatónlist, jazztónlist og popptónlist. Verðlaunin verða veitt í Borgarleikhúsinu og verður verðlaunaathöfnin send út í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Kynnar hátíðarinnar eru Gísli Marteinn Baldursson og Guðrún Gunnarsdóttir.

Íslensku tónlistarverðlaunin hafa nú verið afhent sjö sinnum en þau voru afhent í fyrsta sinn í apríl mánuði 1994 og þá fyrir starfsárið 1993. Það voru félagar í stjórn Rokkdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna sem stóðu fyrir afhendingunni.

Listi yfir tilnefningarnar fer hér á eftir:

Sígild tónlist og nútímatónlist

Flytjandi ársins
Caput
fyrir flutning og hljóðritanir á íslenskri og erlendri samtímatónlist, m.a. Skálholtsmessu eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson.

Hamrahlíðarkórinn og Þorgerður Ingólfsdóttir
fyrir flutning og hljóðritanir á íslenskri kórtónlist, og fyrir starf í þágu tónlistaruppeldis á Íslandi.

Kammersveit Reykjavíkur
fyrir flutning og hljóðritanir á íslenskri samtímatónlist, m.a. eftir Leif Þórarinsson og Hafliða Hallgrímsson, og fyrir Mozart-tónleika með Vladimir Ashkenazy.

Kolbeinn Bjarnason
fyrir hljóðritun á flaututónlist breska tónskáldsins Brian Ferneyhough.

Sinfóníuhljómsveit Íslands
fyrir að vera í stöðugri framþróun sem eitt af flaggskipum íslenskrar tónlistarmenningar, og fyrir hljóðritanir á verkum Jóns Leifs fyrir sænska útgáfufyrirtækið BIS.

Hljómplata ársins
Baldr eftir Jón Leifs
Eitt af höfuðverkum Jóns Leifs sprettur fram af þrótti og ferskleika í leiftrandi flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, kammerkórsins Schola cantorums og Gunnars Guðbjörnssonar undir stjórn Karis Kropsus.

Bon appétit – frönsk barokktónlist / Barokkhópurinn (Fermata)

Yndislegur og eigulegur diskur sem heillar með látleysi sínu. Skemmtileg tónlist leikin á þokkafullan og vandaðan hátt á barokkhljóðfæri.

Guðný Guðmundsdóttir – einleiksverk fyrir fiðlu (Polarfonia)
Einn af máttarstólpum íslensks tónlistarlífs undanfarna áratugi sendir hér frá sér geisladisk með forvitnilegri efnisskrá sem m.a. inniheldur þrjú veigamikil íslensk einleiksverk fyrir fiðlu.

Kristinn Hallsson – safndiskur (Söngvinir Kristins)
Loksins kemur út á geisladiski fjölbreytt efnisskrá í flutningi eins af fremstu söngvurum Íslendinga fyrr og síðar.

Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi Sveinsson (CPO)
Tíminn og vatnið er ögrandi og andstæðukennt tónverk, en tónmálið er kröftugt og nær að fanga áheyrendur. Einsöngvararnir Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sverrir Guðjónsson og Bergþór Pálsson, Kammersveit Reykjavíkur og kór flytja verkið með mikilli prýði undir öruggri stjórn Pauls Zukovskys.

Vorkvæði um Ísland / Hamrahlíðarkórinn (Smekkleysa)
Hinn hreini og tæri hljómur sem ætíð einkennir söng Hamrahlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur nýtur sín enn á ný í metnaðarfullri efnisskrá íslenskra laga sem flest hafa verið samin fyrir kórinn.

Tónverk ársins
Áskell Másson
Hyr, frumflutt í Háskólabíói 18. apríl af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Petri Sakari.

Haukur Tómasson
Langur skuggi fyrir strengjaseptett. Frumflutt af Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð í Reykjavík 14. maí.

John Speight
Jólaóratórían Barn er oss fætt, frumflutt 30. des. 2001 í Hallgrímskirkju af Mótettukór Hallgrímskirkju, Scola cantorum og einsöngvurunum Elínu Ósk Óskarsdóttur, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Garðari Thor Cortes og Benedikt Ingólfssyni ásamt kammersveit. Stjórnandi var Hörður Áskelsson.

Jón Nordal
Gríma fyrir kammersveit, frumflutt af Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð 14. maí undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar

Þórður Magnússon
Strengjakvartett nr. 2, frumfluttur af Eþos strengjakvartettnum á Sumartónleikum í Skálholti 13. júlí

Tónverk ársins í jazztónlist
Kúbanska eftir Tómas R. Einarsson
Meski eftir Davíð Þór Jónsson
Yggur eftir Jóel Pálsson
Weeping Rock eftir Skúla Sverrisson & Eyvind Kang

Tónlistarflytjandi ársins
Jóel Pálsson
Davíð Þór Jónsson
Óskar Guðjónss/ Skúli Sv.
Björn Thoroddsen
Tómas R. Einarsson

Hljómplata ársins
Fagra veröld - Sunna Gunnlaugsdóttir
Raddir þjóðar - Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson
Rask - Davíð Þór Jónsson
Tylft - Hilmar Jensson

Fyrir ýmsa tónlist - hljómplata ársins
Eftir þögn - Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson
Englabörn - Jóhann Jóhannsson
Guð og gamlar konur - Anna Pálína Árnadóttir
Raddir þjóðar - Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson
Söngvaskáld - Hörður Torfason

Tilnefningar fyrir popptónlist

Bjartasta vonin
Hera
Singapore Sling
Búdrýgindi
Santiago
Worm is green
Afkvæmi guðanna
Þórunn Antonía

Myndband ársins
Singapore Sling – Listen
Ensími – Brighter
Írafár – Allt sem ég sé
Í svörtum fötum – Dag sem dimma nátt
Land og Synir – If
Gus Gus – Danse you down

Flytjandi ársins
Apparat Organ Quartet
Bubbi
Ensími
Leaves
Múm
Sigur Rós

Söngvari ársins
Arnar Guðjónsson (Leaves)
Björn Jörundur Friðbjörnsson (Nýdönsk)
Bubbi
Egill Ólafsson (Stuðmenn)
Jón Þór Birgisson (Sigur Rós)
Páll Rósinkranz

Söngkona ársins
Birgitta Haukdal (Írafár)
Hera Hjartardóttir
Margrét Eir Hjartardóttir
Ragnhildur Gísladóttir (Stuðmenn)
Urður Hákonardóttir (Gus Gus)
Þórunn Antónía

Lag ársins
Leaves - Catch
Sigurrós - Lag nr.4
Írafár - Ég sjálf
Ske - Julietta 2
Sálin - Þú fullkomnar mig
Bubbi - Við Gróttu

Plata ársins
Bubbi Morthens - Sól að morgni
KK - Paradís
Leaves - Breathe
Móri - Móri
Sigur Rós - ( )
ske - Life, Death, Happiness & Stuff

Hljómsveitin Leaves fær nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.,
Hljómsveitin Leaves fær nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.,
Sigur Rós fær nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Sigur Rós fær nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson