Höfundur Harry Potter höfðar skaðabótamál á hendur dagblaði

Starfsmaður amazon.com netverslunarinnar raðar Harry Potter-bókum sem geymdar eru í …
Starfsmaður amazon.com netverslunarinnar raðar Harry Potter-bókum sem geymdar eru í vöruhúsi verslunarinnar. AP

JK Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, hefur höfðað skaðabótamál á hendur bandaríska götublaðinu New York Daily News, en skaðabótakrafan hljóðar upp á 7.380 milljónir ísl. króna. Ástæða þess að höfundurinn hyggst höfða mál á hendur dagblaðinu má rekja til þess, að blaðið birti upplýsingar um söguþráð nýjustu Harry Potter-bókarinnar, „Harry Potter og Fönixreglan“.

Skaðabótakrafan byggir á því, að blaðið hafi skaðað eignarétt Rowling og markaðskynningu á bókinni um heim allan, sem kemur út á miðnætti á aðfaranótt laugardags, að sögn BBC. Í frétt blaðsins á miðvikudag segir að það hafi komist yfir eintak af bókinni fyrir misskilning í Brooklyn og greinir frá því að nýjar persónur séu í nýju bókinni. Þá staðfestir blaðið orð höfundar um að ein sögupersónan eigi eftir að láta lífið í nýju bókinni. Í frétt blaðsins eru lesendur varaðir við því að lesa lengra ef þeir vilja ekki fá nánari upplýsingar um efni bókarinnar áður en hún kemur út.

Ástæða þess að dagblaðið komst yfir bókina má rekja til þess, að verslunareigandi hafði sett bókina í sölu fyrir misskilning. Hann áttaði sig ekki á mistökum sínum fyrr en nokkrir viðskiptavinir höfðu fjárfest í bókinni. Dæmi eru um að bækur hafi verið settar í sölu fyrir mistök annars staðar, svo sem í WalMart í Kanada.

Búið er að prenta átta og hálfa milljón eintaka af bókinni í Bandaríkjunum, en búið er að panta nú þegar eina milljón eintaka þar í landi. Mikil öryggisgæsla er um bækurnar þar sem formlegur söludagur verður ekki fyrr en á laugardag. Í Bretlandi er mikill áhugi fyrir bókinni, en búið er að stela þúsundum bóka úr vöruhúsum og bíða þjófar þess að hún komi út til þess að selja ólögleg eintök.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson