Pixies koma saman aftur

Pixies. Joey Santiago, Kim Deal, Frank Black og David Lovering.
Pixies. Joey Santiago, Kim Deal, Frank Black og David Lovering.

Pixies er ein dáðasta nýbylgjusveit allra tíma og áhrifa hennar gætir enn. Sveitin hætti árið 1993 eftir að hafa gefið út fimm breiðskífur.

Fyrrverandi leiðtogi sveitarinnar, Frank Black, sem nú stýrir ágæta farsælum sólóferli, hefur viðurkennt að hann gæli við þá hugmynd að sameinast fyrrum félögum sínum á nýjan leik.

"Mig dagdreymir um það," viðurkennir hann. "Ég sé okkur í anda fara upp á svið í góðum gír en svo gleymi ég öllum lögunum og enginn mætir. Það er nefnilega það sem ég er hræddastur við. Að þetta verði algert klúður."

En nú hefur MTV staðfest að Black ætli að taka höndum saman við félaga sína á nýjan leik. Tónleikaferðalag um heiminn á að hefjast í apríl á næsta ári og jafnvel er möguleiki á nýrri hljóðversskífu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson