Gagnrýnendur hrifnir af Hringadróttinssögu

Viggo Mortensen í hlutverki sínu í Hringadróttinssögu.
Viggo Mortensen í hlutverki sínu í Hringadróttinssögu. AP

Kvikmyndin Hilmir snýr heim, sem er lokahluti í þríleik um Hringadróttinssögu, eftir JRR Tolkien, verður tekin til sýninga víða í Evrópu og Bandaríkjunum í kvöld. Hilmir snýr heim hefur fengið lofsamlega dóma bandarískra gagnrýnenda, en síðasti hluti sögunnar var valin besta kvikmynd ársins í New York.

Þá hefur bandaríska kvikmyndastofnunin (AFI) valið Hilmir snýr heim meðal 10 bestu kvikmynda ársins. Framleiðandi kvikmyndanna gerir sér vonir um að hún verði vinsælasta kvikmyndin í þríleik Peter Jackson, leikstjóra, en tekjur í kringum síðustu kvikmynd voru rúmlega 73 milljarðar króna.

Heildarkostnaður við þríleikinn nam rúmlega 25 milljörðum króna. Kvikmyndin Hilmir snýr heim verður tekin til almennra sýninga hér á landi 26. desember, að því er fram kemur á skífan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson