Karl B. Guðmundsson sigraði í Stjörnuleit

Karl fagnaði að vonum vel þegar úrslitin voru kynnt í …
Karl fagnaði að vonum vel þegar úrslitin voru kynnt í Smáralind í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Karl Bjarni Guðmundsson, 28 ára gamall sjómaður frá Grindavík, sigraði í Stjörnuleit, sem lauk í kvöld. 150 þúsund atkvæði bárust meðan á síðasta þættinum stóð en keppnin var sýnd beint á Stöð 2 frá Smáralind. Karl fékk 49% greiddra atkvæða, Jón Sigurðsson, 26 ára gamall starfsmaður Símans fékk 32% atkvæða og Anna Katrín Guðbrandsdóttir, 17 ára menntaskólanemi, fékk 19%. Mikil stemmning ríkti víða um land og stóðu stuðningsmenn keppenda fyrir kvöldvökum í heimabæjum þeirra. Komu stuðningsmenn Karls saman í Festi í Grindavík, stuðningsmenn Jóns komu saman á Nasa í Reykjavík og stuðningsmenn Önnu Katrínar í Sjallanum á Akureyri.

Um 1400 manns skráðu sig upphaflega til leiks í Stjörnuleitinni og fóru í áheyrnarpróf, sem dómarar keppninnar, þau Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Bubbi Morthens og Sigríður Beinteinsdóttir stjórnuðu. 100 keppendur komust áfram í fyrstu umferð en síðan fækkaði þeim í 32 og 9 fóru í lokaúrslit. Keppendum var síðan fækkað um einn í hverjum þætti þar til þrjú stóðu eftir.

Í kvöld sungu keppendurnir þrír fyrst sama lagið, sem Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson sömdu sérstaklega fyrir keppnina. Síðan sungu þau lag sem þau völdu sjálf. Karl söng Mustang Sally, Anna Katrín söng Imagine og Jón söng Words.

Fyrir sigurinn í Stjörnuleit fær Karl m.a. að launum plötusamning við Skífuna.

Karl B. Guðmundsson var sigurvegari í Stjörnuleit sem haldin var …
Karl B. Guðmundsson var sigurvegari í Stjörnuleit sem haldin var á vegum Stöðvar 2. mbl.is/Árni Sæberg
Það var góð stemning í Festi þar sem stuðningsmenn Karls …
Það var góð stemning í Festi þar sem stuðningsmenn Karls komu saman. mbl.is/Garðar
Stuðningsmenn Önnu Katrínar komu saman í Sjallanum í kvöld.
Stuðningsmenn Önnu Katrínar komu saman í Sjallanum í kvöld. mbl.is/Kristjáh
Myndir af Jóni Sigurðssyni voru áberandi á Nasa.
Myndir af Jóni Sigurðssyni voru áberandi á Nasa. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson