Íslendingur fer með sigur af hólmi í forkeppni Dana fyrir Evróvision

Það er útlit fyrir að Íslendingur muni keppa fyrir Dani í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Í frétt Ekstra Bladet kemur fram að Tómas Þórðarson hafi í gærkvöldi unnið forkeppni danska ríkissjónvarpsins fyrir Evróvision og verði því fulltrúi Dana í keppninni í ár. Sigurlagið heitir „Sig det' løgn“ og hlaut Tómas fullt hús stiga fyrir flutninginn.

Í fréttinni kemur einnig fram að Tómas hafi áður tekið þátt í keppni á vegum danska ríkisútvarpsins er nefnist „Stjerne for en Aften“. Honum var ákaft fagnað þegar hann flutti sigurlagið þriðja sinni í gærkvöldi og sagði „Kærar þakkir Danmörk.“ Lagahöfundurinn er Ivar Lind Greiner.

Í frétt Politiken kemur fram að Tómas, sem á íslenskan föður, sé í hljómsveit „Latin Fever“ og sé jafnframt að vinna að gerð hljómplötu þar sem hann er án sveitarinnar.

Upplýsingar um Tómas á vefsíðu keppninnar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson