Langar að koma til Íslands og flytja lagið

Tómas Þórðarson tekur sigurlagið.
Tómas Þórðarson tekur sigurlagið. mbl.is/Carl Redhead

Tómas Þórðarson, Íslendingur búsettur í Danmörku, verður fulltrúi Dana í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí. Tómas vann dönsku forkeppnina, sem var sjónvarpað beint á laugardagskvöldið, með þó nokkrum yfirburðum þegar hann söng lagið "Sig det' løgn," eftir Ivar Lind Greiner.

Tómas er í hljómsveitinni Latin fever, sem leikur suðræna danstónlist. Hann lenti í þriðja sæti í annarri söngvakeppni, "Stjerne for en aften", árið 2001, en sú keppni var nokkurs konar stjörnuleit Dana.

Í samtali við Morgunblaðið segist Tómas sakna Íslands, en hann tileinkaði lagið hálfbróður sínum, Þresti Þórðarsyni, sem býr hér á landi, en þeir kynntust fyrir þremur árum eftir rúmra tuttugu ára aðskilnað. "Þetta er alveg frábært, í raun ólýsanleg tilfinning, maður trúir þessu varla, ég er ofboðslega þakklátur," segir Tómas aðspurður um líðan sína eftir keppnina. "Þröstur bróðir minn var að horfa á dönsku keppnina hjá föðurömmu okkar heima á Íslandi, en þau fengu sér breiðbandið til að geta horft á hana. Öll fjölskyldan kom saman heima hjá ömmu til að horfa á keppnina."

Næsta skref er útgáfa plötu með Ivar Lind Greiner, sem samdi lagið. "Ég vil endilega fara að leggja áherslu á frumsamda tónlist núna. Ívar uppgötvaði mig þegar hann sá mig í stjörnuleitarkeppninni 2001. Hann hafði svo samband við mig og bað mig að prófa lagið, þá var hann með nokkra söngvara í sigtinu en sagði á endanum að við þyrftum að gera þetta saman. Nú mun ég fara á fullt við að kynna plötuna með lögunum úr keppninni og vinna plötuna með Ívari, en hún kemur út í endaðan apríl."

Tómas er ekki mjög sleipur í íslensku en honum þykir afar vænt um Ísland og segist sakna landsins og ættingja sinna mjög, en hann hefur búið í Danmörku nær alla sína tíð. "Mig langar bara að segja að ég sakna fjölskyldu minnar og mig langar að heimsækja Ísland bráðum til að hitta fjölskylduna og syngja lagið fyrir ykkur og kynna það fyrir Íslendingum, ég er mjög spenntur fyrir því," segir Tómas að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant