Stelpubandið Nylon kveður sér hljóðs í dag

Nylon.
Nylon. mbl.is/Golli

Nýstofnað íslenskt stelpuband, Nylon, skipað fjórum ungum söngkonum, mun í dag frumflytja sitt fyrsta lag í útvarpsstöðvum landsins. Þær syngja smellinn "Lög unga fólsins" sem upphaflega var fluttur af Unun, Heiðu og Dr. Gunna fyrir nokkrum árum.

Söngkonurnar fjórar heita Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir, Emilía Björg Óskarsdóttir og Alma Guðmundsdóttir. Stelpubandið er afrakstur söngprufu á vegum tónleikafyrirtækisins Concert ehf. sem efnt var til snemma í mars og á annað hundrað stúlkur mættu í. Fjórar stúlkur voru valdar úr þeim væna hópi og síðustu vikur hafa þær verið við æfingar, raddþjálfun og upptökur, m.a. á myndbandi við lagið.

Einar Bárðarson hjá Concert hefur yfirumsjón með verkefninu. Segir hann að fyrsta uppákoman sé áformuð seinni hlutann í maí og breiðskífu með Nylon sé að vænta í haust, þar sem bæði verða lög eftir erlenda höfunda en einnig nýtt efni eftir íslenska höfunda.

Emilía Björg Óskarsdóttir syngur með bandinu en fór þó ekki í áheyrnarprófið. "Ég var að leika í söngleik með FB sem heitir Lifi rokkið. Einar sá eina æfinguna og spurði eftir það hvort ég vildi vera með, þannig að þetta var mjög óvænt."

Hún þvertekur fyrir það að stúlkurnar séu eitthvað í ætt við hinar frægu Kryddstúlkur sem gerðu allt vitlaust í heiminum hér um árið. "Nei, alls ekki. Við erum ekkert endilega að stíla inn á unglingamarkaðinn og syngjum alls ekki bara létt FM-popp. Við tökum allt saman, pönk, rokk og róleg lög og stílum bæði á fullorðna og hina yngri."

Hún segir að vinnan hafi verið mjög skemmtileg en líka nokkuð strembin. Þær hafi kynnst fullt af nýju fólki og lært heilmikið.

"Svo erum við fjórar orðnar bestu vinkonur, eiginlega bara eins og systur, eins væmið og það hljómar," segir hún. Hún bætir við að þær séu samt allar mjög ólíkar. "Klara er sennilega mesti orkuboltinn, þótt við séum allar svolitlir orkuboltar. Ég og Alma erum svo aðeins rólegri. Steinunn er mamman í hópnum, býður okkur hinum í mat og svona," segir hún og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson