Er 2,53 metrar á hæð og enn að stækka

Leonid Stadnik labbar heim á leið ásamt nágranna sínum.
Leonid Stadnik labbar heim á leið ásamt nágranna sínum. AP

Þótt Leonid Stadnik sé orðinn 33 ára gamall er hann enn að vaxa. Nýlegar mælingar sýna að Stadnik, sem býr í litlu þorpi í Úkraínu, er orðinn 253 sentímetra hár og samkvæmt því er hann hæsti maður heims því samkvæmt Heimsmetabók Guinness er Túnisbúinn Radhouane Charbib sagður hæstur, 236 sentímetrar. Stadnik sækir raunar hratt á Robert Wadlow, sem er hæsti maður sögunnar, en Wadlow var 272 sentímetrar. Stadnik er hins vegar alls ekki sáttur við hlutskipti sitt.

„Ermarnar og skálmarnar á jakkafötunum sem ég keypti fyrir tveimur árum eru nú 30 sentímetrum of stuttar," segir hann. „Hæðin er refsing Guðs. Líf mitt er algerlega marklaust."

Hann segist nánast vera í útlegð í þorpinu sínu því hann kemst hvorki inn í fólksbíla né rútur með góðu móti.

Ofvöxturinn hófst eftir að Stadnik gekkst undir heilaskurðaðgerð 14 ára en talið er að aðgerðin hafi örvað heiladingulinn. Frá þeim tíma hefur líf Stadniks orðið sífellt erfiðara.

Hann starfaði eitt sinn sem dýralæknir en varð að hætta því fyrir þremur árum eftir að hann kól á fótunum en hann hafði ekki efni á að kaupa nógu góða skó. Fyrr í apríl fékk hann þó nýja skó sem nokkrir kaupsýslumenn í nágrenninu gáfu honum. Skórnir kostuðu jafnvirði 15 þúsund króna en það jafngildir um 7 mánaða eftirlaunum sem Stadnik fær.

Hann sefur á tveimur samliggjandi rúmum og gengur hokinn um húsið þar sem hann býr ásamt Halynu móður sinni. Hann vegur um 200 kg og þjáist af stöðugum verkjum í hnjánum. En þrátt fyrir þjáningarnar reynir hann að sinna daglegum störfum á bænum. Hann vinnur í garðinum, sér um kýr og svín fjölskyldunnar og hjálpar nágrönnum sínum. Hann hefur einnig ánægju af því að rækta sjaldgæfar plöntur og klappar litla páfagauknum sínum blíðlega með risastórum höndunum.

Bronyslav, nágranni Stadniks, segir að hann sé einhver fórnfúsasti maður sem til sé og hjartahreinn. Vinir hans umgangast hann einnig með virðingu og hæfilegum skammti af gamansemi. „Þeir eru að reyna að skipuleggja fyrir hann ferð til Karpatafjalla til að sýna honum að það sé til eitthvað sem sé stærra en hann," segir Bronyslav.

Nágrannakona Stadniks reynir að mæla hann.
Nágrannakona Stadniks reynir að mæla hann. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant