Ray Charles jarðsunginn með stæl

Stevie Wonder og Robert Robinson Sr sonur Ray Charles sungu …
Stevie Wonder og Robert Robinson Sr sonur Ray Charles sungu við útförina sem fram fór í Los Angeles. AP

Hinn elskaði skemmtikraftur og listamaður Ray Charles var jarðsunginn á föstudag, en athöfnin var svo sannarlega engin sorgarstund, heldur var lífi hans og ferli fagnað með miklum tónleikum og söng. Fjölmargir vinir Charles sungu og léku við athöfnina og má þar nefna Willie Nelson, Stevie Wonder, Clint Eastwood og B.B. King.

"Við erum komin hingað til að fagna, svo það er allt í lagi að klappa saman höndum, stappa niður fótum og vera í stuði með Guði," sagði séra Robert Robinson, einn af tólf börnum Charles, þegar hann hóf athöfnina. Hann hrópaði "Hallelúja!" og "Þakka þér Jesús!" og viðstaddir tóku undir, stóðu upp og klöppuðu og sungu með ásamt sextíu manna kór.

Á meðal annarra viðstaddra í kveðjuathöfninni voru Little Richard og Johnny Mathis, Berry Gordy Jr., stofnandi Motown-plötufyrirtækisins, og leikarinn Steven Seagal.

Séra Jesse Jackson mælti við athöfnina og sagði að það hefði vantað tónlist í Himnaríki og því hefði Guð sent eftir Charles. Í ávarpi sínu sagði Stevie Wonder að honum þætti miður að Ray Charles hafi ekki getað séð þann dag sem hatur og óréttlæti yrðu sigruð. Rolling Stones, Van Morrison og Aretha Franklin sendu blómsveigi auk þess sem lesið var upp úr bréfi frá fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson