Blair hafnaði gítar frá Bono

Bono.
Bono. AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki þiggja gítar, sem írski tónlistarmaðurinn Bono vildi færa honum að gjöf þótt Blair sé liðtækur gítarleikari og hafi leikið í hljómsveitinni Ugly Rumours á sínum yngri árum. Ástæðan var sú að gítarinn var of dýr. Margir vilja færa Blair gjafir, en breskar reglur kveða á um að ráðherrar megi aðeins þiggja gjafir sem eru allt að 20 þúsund króna virði. Séu gjafirnar verðmætari verða ráðherrar sjálfir að greiða mismuninn eða hafna þeim.

Fram kemur á fréttavef BBC, að skrifstofur forsætisráðherrans og annarra ráðherra lögðu í vikunni fram lista á breska þinginu yfir gjafir sem hefðu farið upp fyrir umrætt 140 punda verðgildi. Þar kemur fram, að eina gjöfin, sem Blair ákvað að þiggja, var fatnaður frá ástralska fyrirtækinu Globe, en hann var 324 punda virði. Meðal þess sem Blair hafnaði var vín frá Jacques Chirac, Frakklandsforseta og motta frá Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, vildi einnig gefa Blair mottu en ítalska ríkisstjórnin vildi gefa forsætisráðherranum eyrnalokka.

Meðal gjafanna var einnig ýmiss varningur frá fyrirtækinu sem framleiðir Simpsons teiknimyndaþættina en Blair kom fram í einum þættinum.

Flestar gjafirnar, sem fara upp fyrir 140 punda verðgildi, eru geymdar í viðkomandi ráðuneytum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant