Líkjast vonandi Matlock

Bergur Ebbi Benediktsson, Fróði Steingrímsson og Daði Ólafsson skrifa handritið …
Bergur Ebbi Benediktsson, Fróði Steingrímsson og Daði Ólafsson skrifa handritið að nýju sjónvarpsþáttunum Réttur er settur. Morgunblaðið/Árni Torfason

Sjónvarpsáhorfendur eldri en tvævetur muna trúlega eftir sjónvarpsþáttunum Réttur er settur þar sem tekin voru fyrir fræg dómsmál eða fjallað um sérstök lögfræðileg viðfangsefni, en fyrsti þátturinn var sýndur í Sjónvarpinu árið 1967. Nú hafa nokkrir laganemar tekið sig saman og hyggjast taka upp þráðinn á nýjan leik í gerð Réttur er settur.

Fróði Steingrímsson laganemi hefur ráðist í handritsgerð fyrsta þáttarins ásamt félögum sínum, Berg Ebba Benediktssyni og Daða Ólafssyni.

Byrjað verður á að framleiða einn svokallaðan prufuþátti (pilot) og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort fleiri þættir verði gerðir. Þátturinn verður tekinn í myndveri Sjónvarpsins sem mun jafnframt sjá um upptökur, leikmynd og búninga. Fyrirtækið Þeir tveir sér svo um framleiðsluna, klippingu, myndvinnslu, hljóðsetningu og annað því tengt.

"Allur leikur er svo í höndum laganema sem gefur þáttunum ákveðið yfirbragð sem okkur finnst svolítið sjarmerandi," sagði Fróði í samtali við Morgunblaðið.

Tökur á fyrsta þættinum fara fram í næstu viku en ekki er ákveðið hvenær þættirnir verða sýndir.

"Það er Sjónvarpið sem ræður því en mér finnst líklegt að það verði einhvern tíma í vetur," sagði Fróði.

Spurður um uppbyggingu þáttanna svarar hann:

"Í eldri þáttunum var réttarstöðu fólks á ákveðnum sviðum lýst og dómsmál rakin frá a til ö. Helmingurinn af þáttunum var svo gjarnan í formi umræðna. Þættirnir voru býsna ítarlegir og var kannski eitt dómsmál tekið fyrir í fjórum þáttum."

Fróði segir þá félaga hafa gert sér grein fyrir að áhorfendur nú til dags hafi ekki eins mikið þol til sjónvarpsgláps og því hafi þeir ákveðið að taka eitt dómsmál fyrir í hverjum þætti.

"Þetta verða skálduð dómsmál frá upphafi til enda," segir Fróði.

"Dómsmálið verður sett á svið og þá eru laganemar í hlutverkum allra sem að því koma, lögmanna, dómara, aðila og vitna."

Um hvort þættirnir muni að einhverju leyti líkjast sjónvarpsþáttunum um lögfræðinginn góðkunna Matlock sagðist hann sannarlega vona það.

"Ég yrði mjög ánægður ef þættirnir líktust Matlock að einhverju leyti," sagði hann.

Fróði segir vinnsluna við þættina vera frábæran skóla í iðninni fyrir laganema, og þá sérstaklega handritsvinnan.

"Við getum áttað okkur betur á framvindu í dómsal og hvernig mál fara fram þar því stundum er farið eftir óskráðum reglum," segir Fróði.

"Ég vona svo sannarlega að það verði gerðir fleiri þættir í kjölfarið og ég veit að við laganemar hefðum mikinn hug á að koma að gerð fleiri þátta."

birta@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler