Björk býr til bjöllustjörnur

Dagblaðið Chester Chronicle í bænum Chester á Englandi segir frá því að Björk hafi notast við bjöllukór úr bænum vegna kynningar á nýjustu smáskífu sinni, "Who Is It?" á dögunum. Björk kom fram í spjallþætti Jonathans Ross fyrir stuttu en þar sem bjöllukórinn sem Björk notast venjulega við var vant viðlátinn var leitað að kór til að fylla í skarðið. Kórinn fannst loksins í Chester og er skipaður unglingum á aldrinum 13 til 16 ára sem nema við gagnfræðaskólann í Boughton. Kórinn, sem er tíu manna, var svo keyrður niður til Lundúna þar sem þátturinn var tekin upp. Kórstjórinn segir að við heimkomuna hafi kórnum verið fagnað sem þjóðhetjum. Yfirmaður tónlistardeildarinnar í Boughton sagðist ennfremur mjög stoltur af kórnum en meðlimum hans er nú hampað þar sem stórstjörnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson