Deilt um hvort nýjasta kvikmynd leikstjóra Amelie teljist frönsk

Audrey Tautou.
Audrey Tautou.

Franski kvikmyndaheimurinn fór allur á annan endann í dag eftir að dómstóll úrskurðaði að nýjasta kvikmynd leikstjóra Amelie, með sjálfri stjörnunni úr þeirri mynd í aðalhlutverki, geti ekki talist frönsk kvikmynd vegna þess að bandarískt kvikmyndaver hafi framleitt hana.

Þessi úrskurður gæti leitt til þess að myndin geti ekki tekið þátt í Caesar-verðlaunakeppninni (sem er franska hliðstæðan við Eddu-verðlaunin) og ekki fáist opinber styrkur út á hana í Frakklandi.

„Á nú allt í einu að halda því fram að þessi kvikmynd, sem segir franska sögu, er byggð á franskri skáldsögu, var tekin algerlega í Frakklandi, rúmlega tvö þúsund franskir aukaleikarar tóku þátt í, um 30 franskir leikarar léku í og um 500 franski tæknimenn unnu að, skuli ekki lengur teljast frönsk kvikmynd?“ sagði í yfirlýsingu frá franska framleiðslufyrirtækinu 2003 Productions, sem tók þátt í gerð myndarinnar.

„Þessi ótrúlegi úrskurður teflir í tvísýnu fjármögnun kvikmyndarinnar, fyrirtækinu 2003 Productions og, til lengri tíma litið, fjárfestingum í franskri kvikmyndagerð,“ sagði ennfremur í yfirlýsingunni.

Kvikmyndin heitir „Trúlofunin langa“. Aðalhlutverkið leikur Audrey Tautou og leikstjóri er Jean-Pierre Jeunet, en þau unnu saman að Amelie.

Í gær úrskurðaði dómstóll að myndin teldist ekki frönsk, eftir að teknar höfðu verið fyrir kvartanir samtaka óháðra kvikmyndaframleiðenda og fyrirtækja sem tóku þátt í framleiðslu og dreifingu í Frakklandi.

Ákvað dómstóllinn að ekki væri hægt að sækja um 3,6 milljóna evru styrk frá franska ríkinu vegna þess að 2003 Productions væri einfaldlega málamyndafyrirtæki, skráð í Frakklandi, í eigu bandaríska kvikmyndaversins Warner Bros. 2003 Productions er að einum þriðja í eigu Warner en restina í fyrirtækinu eiga starfsmenn og yfirmenn Warner í Frakklandi.

Gerð myndarinnar kostaði 45 milljónir evra og er hún næst dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið í Frakklandi (á eftir Ástríki og Steinríki og Kleópötru, sem gerð var 2002). Warner lagði fram megnið af framleiðslukostnaðinum en reiddi sig á opinbera styrki í Frakklandi til að greiða afganginn.

Myndin var frumsýnd í Frakklandi fyrir mánuði. Jeunet var fenginn til að leikstýra henni í þeirri von að hann myndi ná sama árangri og með Amelie, sem fór sigurför um kvikmyndahús hvarvetna og fór langt með að endurvekja franskan kvikmyndaiðnað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant