Kosið um væmnustu setningarnar: DiCaprio væmnastur í Titanic

Leonardo diCaprio.
Leonardo diCaprio. AP

Setningin "Ég er konungur heimsins!" úr kvikmyndinni Titanic hefur verið kosin væmnasta setning kvikmyndanna. Það er Leonardo DiCaprio sem öskrar þessi orð á meðan hann stendur í stafni skipsins með Kate Winslet fyrir framan sig.

Í öðru sæti kom setningin "Það ýtir enginn Baby út í horn" úr Dirty Dancing, en Patrick Swayze segir þetta til að undirstrika ást sína á Baby sem leikin er af Jennifer Grey.

Setning úr Four Weddings and a Funeral var í þriðja sæti. Þar horfir Andy MacDowell hugfangin í augu Hugh Grants í hellirigningu og segir: "Er ennþá rigning? Ég tók ekki eftir því."

Patrick Swayze er greinilega öflugur í væmnu deildinni því hann er líka í fjórða sæti ásamt Demi Moore með atriði úr kvikmyndinni Ghost. Þar segir Swayze: "Ég elska þig" og Moore svarar: "Sömuleiðis" (Ditto)

Tvö þúsund kvikmyndaáhugamenn tóku þátt í könnuninni, sem vefritið Ananova segir frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson