Carreras ánægður með móttökurnar hér

José Carreras í Háskólabíói.
José Carreras í Háskólabíói. mbl.is/Árni Torfason

Spænski tenórsöngvarinn José Carreras var klappaður upp þrisvar sinnum eftir tónleika sem hann hélt í Háskólabíói og söng jafnmörg aukalög.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Concert, sem skipulagði tónleikana, var Carreras snortinn af viðbrögðum áhorfenda og hafði það sérstaklega á orði eftir tónleikana hve þakklátur hann væri og ánægður með móttökurnar sem hann fékk.

Á efnisskrá tónleikanna voru verk frá ýmsum löndum og tímabilum tónlistarsögunnar en með honum á sviðinu voru píanóleikarinn Lorenzo Bavaj og strengjakvartettinn Nuovo Quartetto Italiano.

Carreras fór til Noregs í dagen þar verða næstu tónleikar hans á þriðjudaginn. Með honum í för á Íslandi voru dóttir hans Julia Carreras ásamt eiginmanni sínum, umboðsmaður hans og aðstoðarmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler