Eva vill ekki giftast

Eva Longoria í hlutverki Gabrielle Solis í Aðþrengdum eiginkonum.
Eva Longoria í hlutverki Gabrielle Solis í Aðþrengdum eiginkonum.

Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur, segist ekki hafa áhuga á því að giftast. Í viðtali við Rolling Stone segir hún: „Ég hef ekkert á móti því að verða ástfangin. Ég vil bara ekki giftast. Ég hefði ekkert á móti því að eignast barn. Ég vil bara ekki giftast.“

Frá þessu greinir Ananova.

Longoria er þrítug og í fyrra skildi hún við bandaríska sápuóperuleikarann Tyler Christopher. Hún segir ennfremur í viðtalinu: „Ég er búin að gera mér grein fyrir því að það er erfitt að vera í hjónabandi. Þess vegna vil ég bara deita núna - og skemmta mér vel. Núna er mottóið hjá mér að verða ástfangin, rosalega ástfangin. Ég þarf sífellda athygli og ást.“

Hún giftist Christopher þegar hún var 26 ára og segir að sér liggi ekkert á að endurtaka leikinn. Tímaritið Inside TV hefur eftir henni: „Ég held að ég verði ekki tilbúin til að giftast aftur fyrr en ég er orðin fertug. Það er ekkert sem hefur gert mig fráhverfa hjónabandi - nema það að hafa verið gift. Ég er afskaplega spennt fyrir fertugsaldrinum. Ég held að þetta verði gott tímabil í lífi mínu.“

Persónan sem Longoria leikur í þáttunum, Gabrielle Solis, heldur framhjá manninum sínum með bráðungum garðyrkjumanni. Sjálf segist Longoria einungis hafa áhuga á mönnum sem eru eldri en hún sjálf eða mun yngri. Í viðtali við tímaritið Self sagði hún nýlega: „Ég hefði áhuga á að deita menn sem eru komnir yfir fertugt eða eru yngri en 25 ára. Eldri menn eru ekki að reyna að sýna neitt eða sanna. Þeir vita hvað þeir vilja. Strákar sem eru yngri en 25 ára eru tilbúnir til að hlusta og læra. Gallinn við menn sem eru 25-35 ára er að þeir halda að þeir viti hverjir þeir eru, en þeir vita það í rauninni ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson