Karlmenn hræðast aðþrengda eiginkonu

Aðþrengdu eiginkonurnar í sjónvarpsþáttunum ræða málin.
Aðþrengdu eiginkonurnar í sjónvarpsþáttunum ræða málin. AP

Búist er við að yfir 30 milljón manns muni sitja límdir við skjáinn þegar síðasta þætti Aðþrengdra eiginkvenna verður sjónvarpað í Bretlandi í næsta mánuði. Það munu þó ekki einungis vera áhorfendur þáttanna sem bíða spenntir eftir síðasta þættinum því samkvæmt vefútgáfu breska blaðsins Megastar mun ein leikkvennanna einnig anda léttar þegar sýningum þáttanna lýkur.

Eva Longoria, sem leikur hina tælandi Gabríelu í þáttunum, segir þættina hafa eyðilagt ástarlíf sitt þar sem þeir hafi orðið þess valdandi að menn hræðist hana í daglegu lífi.

„Ég held að karlmenn séu svo dauðhræddir við mig að þeir eru fyrir löngu hættir að reyna við mig,“ sagði hún í samtali við blaðið á dögunum og botnaði lítið í þessu hátterni karlmanna enda væri hún ljúfasta persóna utan sjónvarpsins. „Þeir halda eflaust að ég muni bíta af þeim höfuðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson