Liam segir liðsmenn U2 taka hlutina alltof hátíðlega

Liam Gallagher söngvari Oasis.
Liam Gallagher söngvari Oasis. AP

Hógværð Liams Gallaghers, söngvara Oasis, er greinilega við brugðið. Bæði er hann sannfærður um að hann sjálfur sé „besti rokksöngvarinn“ og svo hikar hann ekki við að segja reynsluboltunum í U2 til syndanna og benda þeim á að þeir taki hlutina alltof hátíðlega.

Að því er fram kemur í frétt Ananova.com fylltist Liam mikilli fyrirlitningu er honum barst til eyrna að eftir að Bono og félagar héldu tónleika hafi þeir horft á myndbandsupptöku af tónleikunum og rætt það sem úrskeiðis hafi farið og hvað hafi gengið upp.

Liam sagði við Daily Telegraph í Ástralíu: „Fífl! Hafa þeir andskotann ekkert betra að gera? Ég myndi sko frekar drífa mig út og drulla upp á bak. Ég myndi aldrei fara að skilgreina tónleika eftir á. Það er ekki að undra að þeir [U2] séu aðal bandið í heiminum. „Ó, Edge, fjórða gítarsólóið kom ekki rétt út í kvöld. Æi, fyrirgefðu Bono.“ Sko, ef fólk heldur að rokktónlist snúist um svona hluti ... “

Liam bætir við: „Þetta er besta starf í heimi. Og það er ennþá betra ef maður er aðal rokkstjarnan. Ég er besti djö... rokksöngvari sem þetta land hefur nokkurn tíma alið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson