Mánuður í útgáfu nýrrar bókar um Harry Potter: 500.000 eintök þegar pöntuð

AP

Óþreyjufullir lesendur hafa þegar lagt inn pantanir fyrir hálfri milljón eintaka af næstu bók um Harry Potter hjá netbókaversluninni Amazon, en nú er mánuður þangað til bókin kemur út. Greindi Amazon frá þessu í tilkynningu í dag.

Hefur verið settur upp svokallaður „Harry Potter-teljari“ á vef Amazon þar sem fjöldi pantaðra eintaka af bókinni er tilgreindur á klukkustundarfresti. Bókin kemur í verslanir á miðnætti 15. júlí.

Útgefandi bókarinnar í Bandaríkjunum, Scholastic-forlagið, segir að fyrsta prentun af Harry Potter og hálfa prinsinum, eins og bókin nefnist í lauslegri íslenskri þýðingu, sé upp á 10,8 milljónir eintaka.

Síðasta Harry Potter-bók seldist í fimm milljónum eintaka á fyrsta sólarhringnum eftir að hún kom í verslanir og hefur engin bók í sögu bandarískrar bókaútgáfu selst jafn hratt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant