Áður óbirt skáldsaga eftir Truman Capote gefin út

Hoffman í hlutverki Capotes í kvikmyndinni Truman.
Hoffman í hlutverki Capotes í kvikmyndinni Truman. Reuters

Áður óbirt skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Truman Capote kemur út hjá forlaginu Random House í næsta mánuði. Mun þetta vera ein fyrsta sagan sem hann skrifaði, og heitir hún Summer Crossing. Capote hóf ritun hennar 1943 en sagðist hafa eyðilagt handritið. Fjallar bókin um ævintýri samkvæmisljónynjunnar Grady McNeil í New York.

Random House segir að McNeil minni um margt á frægustu söguhetju Capotes, Holly Golightly, í Breakfast at Tiffany's. Handritið fannst í fyrra neðst í kassa af handritum Capotes sem var í umsjá ættingja fyrrverandi húsgæslumanns rithöfundarins.

Capote lést 1984. Hann réði húsgæslumann til að líta eftir íbúð sinni í Brooklyn á meðan hann dvaldi í Sviss við ritun sögunnar In Cold Blood, sem kom út 1966. Ritun þeirrar sögu er efniviður kvikmyndarinnar Truman, með Philip Seymour Hoffman í hlutverki Capotes, sem frumsýnd verður á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson