John Banville hlýtur Booker verðlaunin

John Banville heldur á bók sinni The Sea í dag.
John Banville heldur á bók sinni The Sea í dag. AP

John Banville hlaut í kvöld eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Breta, Booker verðlaunin, fyrir bók sína The Sea, en tilkynnt var um verðlaunin í Lundúnum í kvöld. Banville hlýtur 50.000 pund, eða um 5,4 milljónir íslenskra króna, í verðlaunafé að því er fram kemur á fréttavef BBC. Sex höfundar voru tilnefndir, en hinir fimm voru Julian Barnes, Zadie Smith, Ali Smith, Sebastian Barry og Kazuo Ishiguro.

John Sutherland, formaður dómnefndar, sagði að dómnefndin hafi verið klofin í tvennt á milli bókar Banville og bókar Ishiguro sem heitir Never Let Me Go. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þetta eru sex mjög ólíkar bækur, hver þeirra góð með sínum hætti,“ sagði Sutherland.

The Sea fjallar um mann sem horfist í augu við fortíðina í bænum þar sem hann ólst upp.

Banville hefur áður verið tilnefndur til verðlaunanna, en það var fyrir bókina The Book Of Evidence árið 1991. Þá vann hins vegar Kazuo Ishiguro verðlaunin fyrir bókina The Remains Of The Day, sem fræg kvikmynd var gerð eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant