Benny Andersson kaus Volare

Myndband sem sýnir þau Björn Ulvaeus, Benny Andersson Agneta Fältskog …
Myndband sem sýnir þau Björn Ulvaeus, Benny Andersson Agneta Fältskog og Anni-Frid Lyngstad flytja Waterloo var sýnt í Forum á laugardag. Reuters

Benny Andersson og Björn Ulvaeus, sem eitt sinn voru í sænsku hljómsveitinni ABBA, fengu í dag afhentan verðlaunagrip fyrir að lagið Waterloo var um síðustu helgi valið besta Eurovisionlag allra tíma. Benny upplýsti við þetta tækifæri, að hann hefði greitt atkvæði í símakosningu, sem sjónvarpsáhorfendur í Evrópu gátu tekið þátt í, og hann hefði valið ítalska lagið Volare.

Mårten Aglander, forstjóri Universal Music í Svíþjóð, tók við verðlaununum í Forum í Kaupmannahöfn á laugardag en afhenti höfundum Waterloo, þeim Andersson og Ulvaeus, gripinn í dag.

„Ég kaus sjálfur Volare en ég er ánægður með hvað margir greiddu okkur atkvæði," sagði Benny Andersson. Björn Ulvaeus bætti við: „Ég segi bara eins og Napóleon: Menn geta ekki gleymt Waterloo!"

ABBA vann Eurovison keppnina með Waterloo árið 1974. Domenico Modugno sögn Volare, sem raunar heitir Nel Blu Di Pinto Di Blu, árið 1958 og lagið lenti í 3. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson