„Hjálpum þeim" gefið út að nýju

Bubbi Morthens var meðal þeirra sem sungu lagið „Hjálpum þeim
Bubbi Morthens var meðal þeirra sem sungu lagið „Hjálpum þeim" inn á plötu árið 1986.

Þeir Einar Bárðarson, tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarmaður, eru þessa dagana að undirbúa framleiðslu á nýrri útgáfu af laginu „Hjálpum þeim" sem var upprunalega hljóðritað árið 1986, gefið út og selt til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

Lagið var sungið af mörgum helstu söngstjörnum á þeim tíma, svo sem Bubba Morthens, Helgu Möller, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Björgvin Halldórssyni, Eiríki Haukssyni, Kristjáni Jóhannssyni, Þórhalli Sigurðssyni og Pálma Gunnarsson.

Samkvæmt upplýsingum frá Einari Bárðarsyni verður nýja útgáfan tekin upp í nóvember og er platan væntanleg í verslanir og á Tónlist.is um næstu mánaðarmót. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar rétt eins og árið 1986 þegar lagið var fyrst gefið út, m.a. með vísun til söfnunar vegna jarðskjálfta, sem nýlega urðu í Pakistan og á Indlandi.

Nýja útgáfan er unnin í samvinnu við Jóhann G. Jóhannson og Axel Einarsson, höfunda lagins, sem báðir hafa lýst yfir ánægju sinni yfir því að lagið verði nú endurunnið. Björgvin Halldórsson, sem stjórnaði upptökum á á laginu árið 1986, hefur einnig verið með í ráðum við endurgerðina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler