Aðþrengd eiginkona í mál gegn bresku slúðurblaði

Teri Hatcher.
Teri Hatcher. AP

Bandaríska leikkonan Teri Hatcher, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþáttaröðinni Aðþrengdar eiginkonur hefur höfðað mál gegn bresku æsifréttablaði, sem birti fregnir þess efnis að hún nyti reglulegra ásta með ýmsum karlmönnum í Volkswagen sendibifreið sem lagt væri fyrir utan heimili hennar í Los Angeles. Fréttin birtist í slúðurblöðum víða um heim en leikkonan segir um helbera lygi að ræða.

Það var breska slúðurblaðið Daily Sport, sem fyrst birti fregnir þessa efnis.

Að sögn lögfræðifyrirtækisins Schilling, sem fer með mál leikkonunnar, þótti henni nóg um fréttirnar þegar þær birtust í fjölda dagblaða víða um heim og ákvað hún því að höfða mál gegn dagblaðinu.

Búist er við að málið verði tekið fyrir í Lundúnum á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler