Nick Hornby gefur pening til góðgerðasamtaka

Breski rithöfundurinn Nick Hornby.
Breski rithöfundurinn Nick Hornby.

Breski rithöfundurinn Nick Hornby hefur lofað að gefa alla þá peninga sem hann fær fyrir kvikmyndaréttinn að skáldsögu sinni How To Be Good til Treehouse Trust samtakanna sem hafa í bígerð að byggja fræðslumiðstöð fyrir börn með einhverfu.

Búist er við að kvikmyndaréttur skáldsögunnar nemi 2 milljónum punda, rúmum 222 milljónum íslenskra króna. Heildarkostnaður við byggingu fræðslumiðstöðvarinnar nemur 11,5 milljónum punda en þegar er búið að safna 5 milljónum punda.

Hópur foreldra, þar á meðal Hornby, sem á 12 ára son með einhverfu, stofnuðu Treehouse Trust samtökin árið 1997 en þau starfrækja skóla fyrir börn með einhverfu.

„Mér fannst það augljóst að einhver hluti peninganna ætti að fara annað, til dæmis til góðgerðarsamtaka vinna meira en ég og geta nýtt þá betur. Mér finnst þetta ekki vera hetjulund heldur rökrétt,“ sagði hann.

Third Sector

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson