Lostafullir Bretar valda skemmdum upp á 38 milljarða króna

mbl.is

Bretar valda ár hvert skemmdum upp á 350 miljónir punda, um 38 milljarða króna, á meðan á kynmökum stendur. Undirfata- og kynlífshjálpartækjaverslunin Ann Summers, sem rekur fjölda verslana í Bretlandi, stóð að könnun á því hversu tíð meiðsli og skemmdir á eignum væru af völdum kröftugra kynmaka. 2.000 manns voru spurð og kom í ljós að eitt af hverjum tíu pörum eða hjónum reyndi að fá bætur frá tryggingarfélagi vegna brotinna lampa, vasa, rúma eða rifinna gluggatjalda.

41% hafði fengið sviðasár af teppum og þriðjungur aðspurðra hafði tognað í baki og 12% snúið ökkla eða úlnlið. Pör eða hjón í suðaustri Englands virðast helst slasa sig við samfarir en íbúar Yorkshire-héraðs eru duglegastir í því að sækja bætur til tryggingafélaga.

Forstjóri Ann Summers, Jacqueline Gold, telur það frábærar fréttir að fólk sé ævintýragjarnt í kynlífinu en það verði að fara varlega. Algengustu meiðslin eru þessi (nr. 1 algengust):

1. Sviðasár vegna teppanudds

2. Tognun í baki

3. Úlnliðstognun

4. Ökklatognun

5. Marinn afturendi

6. Marinn fótleggur

7. Skrámaðir olnbogar

8. Klórað bak

9. Kúla á höfði

10. Beinbrot

Dagblaðið The Sun greinir frá þessu á vef sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson