Göngumenn í fréttum í dag

Jón Eggert Guðmundsson heldur uppi merkjum íslenskra göngugarpa.
Jón Eggert Guðmundsson heldur uppi merkjum íslenskra göngugarpa. mbl.is/Kristinn

Jón Eggert Guðmundsson gengur nú frá Egilsstöðum í strandvegagöngu sinni og stefnir hann á að koma til Hafnarfjarðar þann 19. ágúst og ljúka þannig göngu sinni hringinn í kringum landið sem hann hóf fyrir ári síðan. Ef honum tekst ætlunarverk sitt mun enginn hafa gengið jafnlanga vegalengd á Íslandi svo vitað sé en hann er ekki eini karlmaðurinn á fertugsaldri sem ákveður að ganga langa leið. Tveir aðrir göngugarpar komust í fréttirnar í dag.

New York Post skýrir frá því að hinn 39 ára Steve Vaugh sem lagði af stað frá Oceanside í Kaliforníu 10. apríl 2005 og á nú um 16 km eftir til áfangastaðarins New York og reiknað er með að hann rölti yfir George Washington brúna seinna í dag. Hægt hefur verið að fylgjast með göngu Vaugh á vefsíðu hans Thefatmanwalking.com

Annar göngugarpur ætlar að ganga í kringum hnöttinn og komst hann í fréttirnar í dag vegna þess að hann þurfti aðstoð milljarðamærings til að komast inn í Rússland. Karl Bushby er 37 ára og hefur síðan 1998 gengið frá Chile og er stefnan tekin til vesturs á heimabæ Bushby, Hull á Englandi.

För hans var stöðvuð er hann fór yfir Beringssund til Rússlands, því hann var ekki með réttan stimpil í vegabréfinu sínu og svo var hann vopnaður til að verjast ísbjörnum. Eigandi fótboltaliðsins Chelsea, Roman Abramovich, frétti af þessum vandræðum og mun hafa kippt málunum í réttan farveg og reiknar Bushby með að komast heim til sín til Hull árið 2009.

Þess má geta að hægt er að fylgjast með framgangi Jóns Eggerts Guðmundssonar á bloggsíðu hans strandaganga Jóns Eggerts og einnig er hægt að fylgjast með framgangi Bushby á vefsíðu Bushby

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson