Slökkt á hljóðnema Silvíu Nóttar

Silvía Nótt á blaðamannafundi í Aþenu í dag.
Silvía Nótt á blaðamannafundi í Aþenu í dag. Eggert

Varúðarráðstafanir voru gerðar á æfingu, sem Silvía Nótt og hennar fólk héldu í Aþenu í kvöld. Orðbragð Silvíu á æfingu sl. föstudag gekk fram af nokkrum, sem þar voru viðstaddir og til að koma í veg fyrir að það gerðist aftur var slökkt á hljóðnemanum á milli þess sem Silvía söng lagið.

Silvía var klædd hvítum kjól á æfingunni og að sögn vefjarins esctoday.com var æfingin uppfull af kómedíu og klúðri. Einum dansaranum tókst ekki að lyfta Silvíu upp í lok lagsins og Silvía ruglaðist á ljóðlínum. Vefurinn segir, að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á atriðinu frá því á föstudag, aðallega á búningum. En Silvía söng áfram orðið hættulega „fucking".

Eftir æfinguna var haldinn blaðamannafundur og hófst hann á sýningu myndbands sem sýndi feril Silvíu á Íslandi. Síðan las stjarnan stutta yfirlýsingu þar sem hún lýsti því hve hún væri hamingjusöm yfir því að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en einnig var þar birt niðurstaða á rannsókn, sem Silvía lofaði á föstudag að færi fram á kvörtunum Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva á enska textanum í laginu. Sagði Silvía, að öfundsjúkir menn væri með samsæri gegn henni. „Það er afbrýðisamt, ljótt og hæfileikalaust fólk, sem er að reyna að bola mér út úr keppninni,“ sagði Silvía í yfirlýsingu sinni. „Ég nefni engin nöfn, þið vitið hver þið eruð, skamm, skamm – skammist ykkar!“

Silvía fékk margar spurningar, m.a. hverrar þjóðar afi hennar hefði verið. Silvía neitaði að svara þessu. Þegar hún var spurð um aðra keppendur svaraði hún að Finnar væri flottir og förðun þeirra væri frábær. „Ég sá þá nýlega án gervisins og þeir eru ferlega ljótir."

Þegar Silvía var spurð um fánaburðinn á sviðinu í atriði Carolu hinnar sænsku sagðist hún vön því að apað væri eftir henni. Og í lokin sagði Silvía, að hún teldi að herða ætti þátttökureglurnar til að koma í veg fyrir að keppendur tækju þátt, sem væru að gera grín að keppninni.

Silvía Nótt og félagar á æfingu í Aþenu í dag.
Silvía Nótt og félagar á æfingu í Aþenu í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson