Þekktur karllögfræðingur klæðist kvenmannsfötum

Þekktur karlkyns lögfræðingur á Nýja-Sjálandi hefur ákveðið að mæta í kvenmannsfötum til allra daglegra starfa sinna til að vekja athygli á kynjamisrétti innan dómkerfisins.

Rob Moodie, sem er 67 ára, mætti til vinnu í hæstarétti Wellingtons í blárri dragt og nælonsokkabuxum í morgun. Þá bar hann demantsnælu en sagði að íburður sinn í klæðnaði og skarti myndi fara vaxandi með yfirhylmingum andstæðinga sinna í málinu.

Moodie, sem er kvæntur og þriggja barna faðir, segist með þessu vilja mótmæla því „karllæga bergmáli sem greina megi í málinu" sem hann vinnur nú að en það snýst um hrun brúar á landbúnaðarjörð í norðurhluta landsins. Þá segir hann fjölskyldu sína styðja sig heilshugar í framtakinu og að hann ætli að halda áfram að klæðast kvenmansfötum eftir að málinu lýkur.

Moodie mun vera sköllóttur og vöðvastæltur en hann er fyrrum rugby-leikmaður og formaður lögreglusambands Nýja-Sjálands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson