Lá í kassa með 50 rottum til að vekja athygli á rottuplágu

Ónefndur maður með rottu á öxl, sem er þó ekki …
Ónefndur maður með rottu á öxl, sem er þó ekki ein þeirra sem tók þátt í gjörningi í London í dag. Reuters

Áhættuleikkona ein í Bretlandi greip til þess ráðs að þekja sig 50 hungruðum rottum til þess að vekja athygli á vaxandi rottuplágu í landinu. Að sögn samtakanna Keep Britain Tidy eru nú 60 milljónir rotta í landinu, þ.e. ein rotta á hvern íbúa. Rottugjörningurinn fór fram á Golden Square torginu í Westminster í Lundúnum í dag, en hann er hluti herferðar sem á að fá fólk til að henda ekki mat á götu í landinu.

Konan sem framdi gjörninginn fór ofan í plexíglerskassa sem var fullur af mat og rottunum var síðan bætt við. Að sögn Keep Britain Tidy eru um 15 milljónir manna í landinu sem henda matarleifum frá sér á víðavangi, einkum á gangstéttir í hádegishléum. Sky fréttavefurinn segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant