Sjanghæ-búar þola ekki fólk í náttfötum á almannafæri

Svipmynd frá Sjanghæ.
Svipmynd frá Sjanghæ. AP

Fólk í náttfötunum á almannafæri í kínversku borginni Sjanghæ er það sem mest fer í taugarnar á borgarbúum, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var þar í borg. Næst komu síðan árásargjörn gæludýr, óvingjarnlegir nágrannar og tillitsleysi gagnvart umhverfinu.

16% þeirra sem svöruðu sögðust oft klæðast náttfötum á almannafæri og að ættingjar þeirra gerðu það. 25% sögðust stundum gera það. Ýmsar kenningar eru uppi um það af hverju svo margir eru í náttfötum á almannafæri í auðugustu borg landsins. Sumir halda því fram að með þessu vilji borgarbúar sýna félagslega stöðu sína, hversu nærri miðborginni þeir búi. Aðrir vilja meina að þetta séu venjur frá fyrri tímum, þegar samfélagið var smærra og fólk nánara. Reuters segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson