Gerð friðarsúlu erfið

Yoko Ono
Yoko Ono mbl.is/Ómar

Ekki er hlaupið að því að gera friðarsúluna, sem fyrirhugað er að reisa í Viðey, og segir Árni Páll Jóhannsson, hönnuður verksins, að hreina loftið geri verkið tæknilega erfitt.

Árni Páll hefur átt nokkra fundi með Yoko Ono um gerð listaverksins. Hann segir mikilvægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu sem allir sætti sig við. Hreina loftið setji strik í reikninginn og hafa beri í huga að ljós verði að lenda á einhverju til að það sjáist. Samt séu til ýmsar aðferðir til að leysa vandamálið og hafi hann farið um víðan völl í þeim tilgangi, bæði hvað varðar efni og hönnun. "Við Yoko höfum velt þessu mikið fyrir okkur í eldhúskróknum hjá henni," segir hann.

Ein af hugmyndunum er að láta ljósið lenda í örfínum vatnsúða.

Árni Páll leggur áherslu á að verkið verði ekki orkufrekt og segir að Yoko leggi áherslu á að það verði fínlegt og náttúruvænt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant