Útgáfu plötu Nylon í Bretlandi frestað

Flokkurinn Nylon.
Flokkurinn Nylon. mbl.is

Believer útgáfufélagið sem gefur út plötur Nylon í Bretlandi hefur ákveðið að fresta útgáfu breiðskífu flokksins fram yfir áramót. Til stóð að gefa breiðskífuna út í nóvember og samningaviðræður hafa verið í gangi um útgáfu á plötunni í Japan og Þýskalandi. Til stendur að platan komi þar út í febrúar eða mars og hefur nú verið ákveðið að platan komi út á svipuðum tíma í Bretlandi. Óvíst er með útgáfudag á Íslandi.

Í fréttatilkynningu frá Einari Bárðarsyni einum af eigendum Believer segir að svo virðist sem viðhorf samstarfsmanna hans til Íslendinga hafi breyst mjög á síðustu viku. "Ég varð strax mjög hugsi í síðustu viku þegar samstarfsfólk mitt hérna úti fór að tala um að taka allt "Icelandic" út úr auglýsingaherferðinni. Við höfum nýtt okkur mikið að þær eru frá Íslandi í öllu markaðsstarfi sem hefur virkað frábærlega. Nú virðist sem sú jákvæðni hafi snúist, en vonandi varir það tímabundið" segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant