Giorgio Armani segir David Beckham hyggja á kvikmyndaleik

David Beckham.
David Beckham. Retuers

David Beckham er að flytja til Bandaríkjanna til að geta snúið sér að kvikmyndaleik, ekki til að spila fótbolta, segir ítalski tískuhönnuðurinn Giorgio Armani.

Armani er sannfærður um að David og Viktoría kona hans muni slá í gegn í Bandaríkjunum vegna þess að þau hafi útlitið með sér og stjörnuslagkraftinn sem þarf til að vegna vel vestanhafs.

David skrifaði í síðustu viku undir samning við knattspyrnuliðið LA Galaxy, og Armani segist handviss um að David ætli sér stóra hluti í Hollywood.

„Ef það er rétt sem fram hefur komið í fréttum hefur hann farið hárrétta leið, og ég held að hann ætli sér að verða leikari, ekki fótboltamaður,“ sagði Armani í Mílanó fyrr í vikunni.

David heldur væntanlega vestur um haf í júní, þegar samningur hans við Real Madrid rennur út. Hann lék reyndar sjálfan sig í örhlutverki í kvikmyndinni Goal!, sem fjallar um fótbolta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler