Svínabrúðkaup í Taívan

Svínslegur koss innsiglaði hjónabandið.
Svínslegur koss innsiglaði hjónabandið. AP

Tvö svín gengu í það heilaga í litlum bæ í Taívan í dag við hátíðlega athöfn og voru hundruð manna viðstödd athöfnina. Það var dómari í bænum sem vígði brúðhjónin. Eigandi galtarins, Hsu Wen-chuan, segir svínin eiga farsæla framtíð fyrir höndum.

Parið var síðan blessað af kaþólskum presti í þorpinu og voru 400 gestir viðstaddir. Hver þeirra færði brúðhjónunum 100 taívanska dollara, um 200 krónur, en féð verður notað í kaup á sendiferðabíl fyrir kirkjustofnun sem aðstoðar fötluð börn. Ár svínsins hefst 18. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson