Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki

Eiríkur Hauksson mun keppna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þriðja …
Eiríkur Hauksson mun keppna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þriðja skiptið í maí mbl.is/Eggert

Eiríkur Hauksson mun syngja fyrir Íslands hönd í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram 10. maí næstkomandi í Helsinki í Finnlandi, sem er heimaland sigurvegaranna frá því í fyrra, Lordi. Lagið sem Eiríkur syngur heitir „Ég les í lófa þínum" og er lagið eftir Svein Rúnar Sigurðsson en textinn er eftir Kristján Hreinsson.

Eiríkur keppti fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1986 er Íslendingar tóku þátt í keppninni í fyrsta skipti. Þá flutti Eiríkur lagið Gleðibankann en lagið lenti í 16. sæti í keppninni. Eiríkur tók þátt í sömu keppni fyrir Noregs hönd árið 1991 og verður þetta því í þriðja skiptið sem Eiríkur keppir í Söngvakeppninni.

Níu lög kepptust um hylli áhorfenda í kvöld en alls bárust 188 lög í keppnina í nóvember. Valnefnd valdi svo lögin 24 sem kepptu sín á milli á þremur undarúrslitakvöldum en áhorfendur sáu um að velja níu bestu lögin sem kepptu í kvöld.

Í öðru sæti var lagið Eldur sem Friðrik Ómar flutti en feðgarnir Grétar Örvarsson og sonur hans Kristján sömdu lagið og textinn er eftir eiginkonu Grétars, Ingibjörgu Gunnarsdóttur.

Í þriðja sæti var lagið Þú tryllir mig sem Hafsteinn Þórólfsson flutti. Hann samdi jafnframt textann við lagið og samdi lagið með Hannesi Páli Pálssyni.

Lögin sem tóku þátt í kvöld eru:
„Bjarta brosið"
Lag: Torfi Ólafsson
Texti: Kristján Hreinsson
Flytjandi: Andri Bergmann

„Þú tryllir mig"
Lag: Hafsteinn Þórólfsson
Texti: Hafsteinn Þórólfsson og Hannes Páll Pálsson
Flytjandi: Hafsteinn Þórólfsson

„Ég og heilinn minn"
Lag: Dr. Gunni og Ragnheiður Eiríksdóttir
Texti: Dr. Gunni
Flytjandi: Ragnheiður Eiríksdóttir

„Segðu mér"
Lag: Trausti Bjarnason.
Texti: Ragnheiður Bjarnadóttir.
Flytjandi: Jónsi

„Ég les í lófa þínum"
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson.
Texti: Kristján Hreinsson.
Flytjandi: Eiríkur Hauksson

„Eldur"
Lag: Grétar Örvarsson og Kristján Grétarsson.
Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Flytjandi: Friðrik Ómar

„Blómabörn"
Lag: Trausti Bjarnason
Texti: Magnús Þór Sigmundsson
Flytjandi Bríet Sunna Valdemarsdóttir.

„Húsin hafa augu"
Lag: Þormar Ingimarsson
Texti: Kristján Hreinsson
Flytjandi Matthías Matthíasson.

„Áfram"
Lag: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Sigurjón Brink
Texti: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Jóhannes Ásbjörnsson.
Flytjandi Sigurjón Brink.

Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki í vor
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki í vor mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant