Harry Potter slær met

Galdrastrákurinn Harry Potter.
Galdrastrákurinn Harry Potter. Reuters

Nýjasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter og félaga hans kemur ekki út fyrr en eftir um þrjá mánuði en nú þegar hafa yfir 500.000 eintök af bókinni verið pöntuð fyrirfram hjá Barnes & Noble sem er met hjá bókakeðjunni.

Bókin, sem ber heitið Deathly Hallows, er sjöunda bókin í röðinni um Potter og félaga hans. Þær hafa notið gífurlegra vinsælda og þá hafa kvikmyndaútgáfurnar ekki notið síðri vinsælda.

Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvort J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, muni láta Potter deyja í síðustu bókinni eður ei. Hvað sem því líður getur hún vel við unað þar sem hún er fyrsti rithöfundurinn sem verður milljarðamæringur á bókasölu.

Deathly Hallows verður sett í sölu með formlegum hætti þann 21. júlí nk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson