U2 sagðir semja tónlist fyrir söngleik um Kóngulóarmanninn

Það verður eflaust fróðlegt að sjá söngleik um Kóngulóarmanninn.
Það verður eflaust fróðlegt að sjá söngleik um Kóngulóarmanninn. Reuters

Þeir félagar Bono og The Edge úr U2 eru sagðir ætla að semja lög og texta fyrir söngleik sem byggir á teiknimyndasöguhetjunni Kóngulóarmanninum, en söngleikurinn mun verða sýndur á Broadway að því er fram kemur í kvikmyndatímaritinu Variety.

Julie Taymor, sem vann til tvennra Tony verðlauna fyrir Disney-söngleikinn Konung ljónanna árið 1998, mun leikstýra söngleiknum um veggjaprílarann.

Áheyrnarprufur eru þegar hafnar og er m.a. verið að leita að leikurum til þess að leika Peter Parker og Mary Jane Watson. Það hefur hinsvegar ekki verið gefið út hvenær frumsýna eigi verkið.

Þriðja kvikmyndin um Kóngulóarmanninn verður hinsvegar frumsýnd í maí.

Þetta er í fyrsta sinn sem semja á söngleik sem sýndur verði á Broadway sem byggir ár Marvel-teiknimyndasöguhetju, að því er segir á fréttavef BBC.

Bono og félagar eru ekki óvanir ofurhetjum eða leikhúsum. Bono …
Bono og félagar eru ekki óvanir ofurhetjum eða leikhúsum. Bono hefur ásamt The Edge t.d. samið tónlist fyrir Konunglega Shakespeare leikhúsið auk þess sem U2 samdi lagið í Batman Forever árið 1995. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant